Skoðun

Nýir Markaðir

Sigrún Jenný Barðadóttir skrifar
Samband neytenda og framleiðenda er að breytast. Internetið, samfélagsmiðlar, hópfjármögnun og fleiri þættir hafa gjörbreytt frumkvöðlastarfi og markaðssetningu vöru. Samskipti framleiðenda og neytenda fer ekki lengur fram eingöngu með umbúðum, slagorðum og stuttum auglýsingum. Í dag er að mótast náið samband neytenda, frumkvöðla og framleiðenda sem leiðir af sér fjölmörg ný tækifæri. Verð og verðvitund breytist, áherslan færist á gagnsæi, heiðarleika, uppruna. Neytandinn er upplýstari og vill vita meira, treysta betur, prófa nýtt og upplifa.

Þessi þróun hefur verið að stigmagnast undanfarin ár, áhrifin má sjá til dæmis á góðu gengi fjölda frumkvöðla í matvælaframleiðslu svo sem Saltverk, Omnom, Eimverk, Arna, Wasabi Iceland og fleiri eru að ná árangri bæði á markaði innanlands og í útflutningi. Tölur erlendis frá benda til að þessi þróun sé hvergi nærri á endastöð, til að mynda hefur hlutdeild smærri bjórframleiðenda vaxið úr nærri einingu í um 25 prósent af bjórmarkaði í Bandaríkjunum.

Tækifærin liggja í staðbundnum vörum með sterka vísun í uppruna, í einstökum vörum sem skera sig frá fjöldanum, umhverfisvænum og sjálfbærum framleiðsluaðferðum og ekki síst í vörum sem þróast í sátt og samstarfi við neytanda í nýjum heimi samskipta og upplýsinga.

Fyrir Ísland er þessi þróun sérlega áhugaverð, nú er smæðin ekki lengur dragbítur, við erum samkeppnishæf og áhugaverð einmitt vegna smæðarinnar og sérstöðunnar. Skrítin þjóð á eyju úti í hafi getur gefið heiminum margt. Næstu ár og áratugir eru spennandi tímar fyrir frumkvöðla og neytendur.




Skoðun

Skoðun

Yfir­lýsing kennara eftir fund með borgar­stjóra

Andrea Sigurjónsdóttir,Eygló Friðriksdóttir,Guðrún Gunnarsdóttir,Jónína Einarsdóttir,Kristín Björnsdóttir,Lilja Margrét Möller,Linda Ósk Sigurðardóttir,Þóranna Rósa Ólafsdóttir skrifar

Skoðun

Vá!

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar

Sjá meira


×