Það var enginn meistarabragur á liði Chelsea í kvöld gegn botnliði Sunderland en Chelsea gerði nóg til þess að fá þrjú stig.
Cesc Fabregas skoraði fyrir Chelsea í fyrri hálfleik og það mark einfaldlega dugði til sigurs. Þetta var tíundi sigur Chelsea í röð í deildinni sem er félagsmet.
Chelsea styrkti þar með stöðu sína á toppi deildarinnar en Chelsea er nú með sex stiga forskot á Arsenal.
Chelsea verður á toppnum um jólin en liðið hefur alltaf orðið meistari í þau fjögur skipti sem liðið hefur áður verið á toppnum um jólin.

