Flytur námið norður þvert á mat nefndar Sveinn Arnarsson skrifar 24. ágúst 2016 10:00 Nýnemar í lögreglunámi geta lært til lögreglumanns í fjarnámi og þurfa því ekki að flytjast búferlum. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að flytja kennslu og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða til Háskólans á Akureyri. Háskóli Íslands var talinn hæfastur til að taka að sér námið samkvæmt matsnefnd Ríkiskaupa sem annaðist ferlið. Lögregluskóli ríkisins hefur verið lagður niður og mun nám í lögreglufræðum verða fært upp á háskólastig.Illugi GunnarssonÁkveðið var að fela Ríkiskaupum að finna framkvæmdaaðila á háskólastigi sem gæti tekið við lögreglunáminu eftir að ákveðið var að færa það á háskólastig. Sett var á laggirnar matsnefnd og skiluðu þrír umsækjendur tilkynningu um þátttöku. Háskóli Íslands skoraði hæst hjá matsnefnd, Háskólinn á Akureyri kom annar og Háskólinn í Reykjavík var þriðji. „Að mínu mati uppfyllti Háskólinn á Akureyri vel þær kröfur sem gerðar eru um gæði náms og aðbúnað til lögreglumenntunar. Einnig tel ég aðstæður við Háskólann á Akureyri til þess fallnar að gera nemendum af landinu öllu kleift að leggja stund á námið,“ segir Illugi. Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir það fagnaðarefni að lögreglunáminu verði fundinn staður á Akureyri. „Við sendum inn metnaðarfulla þátttökuyfirlýsingu og erum í stakk búin að hefja innritun nú þegar. Við vitum að það er mikill áhugi fyrir náminu,“ segir Eyjólfur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að flytja kennslu og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða til Háskólans á Akureyri. Háskóli Íslands var talinn hæfastur til að taka að sér námið samkvæmt matsnefnd Ríkiskaupa sem annaðist ferlið. Lögregluskóli ríkisins hefur verið lagður niður og mun nám í lögreglufræðum verða fært upp á háskólastig.Illugi GunnarssonÁkveðið var að fela Ríkiskaupum að finna framkvæmdaaðila á háskólastigi sem gæti tekið við lögreglunáminu eftir að ákveðið var að færa það á háskólastig. Sett var á laggirnar matsnefnd og skiluðu þrír umsækjendur tilkynningu um þátttöku. Háskóli Íslands skoraði hæst hjá matsnefnd, Háskólinn á Akureyri kom annar og Háskólinn í Reykjavík var þriðji. „Að mínu mati uppfyllti Háskólinn á Akureyri vel þær kröfur sem gerðar eru um gæði náms og aðbúnað til lögreglumenntunar. Einnig tel ég aðstæður við Háskólann á Akureyri til þess fallnar að gera nemendum af landinu öllu kleift að leggja stund á námið,“ segir Illugi. Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir það fagnaðarefni að lögreglunáminu verði fundinn staður á Akureyri. „Við sendum inn metnaðarfulla þátttökuyfirlýsingu og erum í stakk búin að hefja innritun nú þegar. Við vitum að það er mikill áhugi fyrir náminu,“ segir Eyjólfur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira