Mikilvægur tími í sögu Íslands Magnús Guðmundsson skrifar 14. maí 2016 14:00 Fjörutíu ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna og af því tilefni var í gær opnuð sýning í Sjóminjasafni Íslands sem er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur. Sýningin kallast Þorskastríðin, For Cod’s Sake, og er unnin af meistaranemum í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands í samvinnu við Borgarsögusafnið undir leiðsögn Guðbrands Benediktssonar sagnfræðings. Guðbrandur segir að þetta hafi verið samstarfsverkefni Borgarsögusafns og hugvísindasviðs Háskóla Íslands með námskeiði sem heitir menningarminjar, söfn og sýningar og er kennt innan námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun. „Þetta er meistaranám innan sagnfræðinnar og með þessu samstarfi fengu nemendur tækifæri til þess að kynnast ýmsum þáttum starfseminnar hjá Borgarsögusafninu svo sem hjá Árbæjarsafni, Ljósmyndasafni, geymslum safnsins og svo Sjóminjasafni. Þessi sýning er afrakstur lokaverkefnisins þar sem sérfræðingur í þorskastríðunum kom og talaði við hópinn og síðan sökktu þau sér í heimildir, bæði innlendar og erlendar.“Ein myndanna á sýningunni í Sjóminjasafni Íslands.Guðbrandur segir að það sé margt fleira að sjá á sýningunni en eingöngu ljósmyndir. „Það eru vissulega þarna ljósmyndir og þeim fylgja textar um viðkomandi viðburði. Þarna er líka að finna viðtöl, fréttamyndaklippur, grafík, hönnunarelement, efni sem höfðar til krakka og þannig mætti lengi telja. Þannig að það er ýmislegt í þessari sýningu, þó að hún sé ekki stór, þá er þarna margt að sjá og skoða fyrir þá sem vilja kynna sér þessa merku sögu. Á sýningunni er varpað ljósi á ýmsa þætti þessarar sögu, suma lítt þekkta. Það er ágætt að hafa það í huga að af þeim sem koma á sýninguna eru kannski fæstir sem muna þennan tíma. Sjálfur var ég aðeins þriggja ára þegar þorskastríðunum lauk. Það er auðvitað staðreynd að þetta er að verða fjarlægt sífellt stærri hluta þjóðarinnar. Við reynum líka að varpa ljósi á ákveðna þætti eins og í hverju fólust átökin, hvernig var orðræðan og annað slíkt. Þetta var geysilega mikilvægur tími í sögu Íslands en þetta er flókin saga. Ef maður kafar ofan í hana sér maður að hún er full af goðsögum sem sumar hverjar hafa jafnvel dúkkað aftur upp síðar eins og t.d. í Icesave-deilunni. Þannig að það er þarna þekking sem við þurfum að viðhalda og sýning sem þessi hentar vel til þess.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí. Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fjörutíu ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna og af því tilefni var í gær opnuð sýning í Sjóminjasafni Íslands sem er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur. Sýningin kallast Þorskastríðin, For Cod’s Sake, og er unnin af meistaranemum í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands í samvinnu við Borgarsögusafnið undir leiðsögn Guðbrands Benediktssonar sagnfræðings. Guðbrandur segir að þetta hafi verið samstarfsverkefni Borgarsögusafns og hugvísindasviðs Háskóla Íslands með námskeiði sem heitir menningarminjar, söfn og sýningar og er kennt innan námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun. „Þetta er meistaranám innan sagnfræðinnar og með þessu samstarfi fengu nemendur tækifæri til þess að kynnast ýmsum þáttum starfseminnar hjá Borgarsögusafninu svo sem hjá Árbæjarsafni, Ljósmyndasafni, geymslum safnsins og svo Sjóminjasafni. Þessi sýning er afrakstur lokaverkefnisins þar sem sérfræðingur í þorskastríðunum kom og talaði við hópinn og síðan sökktu þau sér í heimildir, bæði innlendar og erlendar.“Ein myndanna á sýningunni í Sjóminjasafni Íslands.Guðbrandur segir að það sé margt fleira að sjá á sýningunni en eingöngu ljósmyndir. „Það eru vissulega þarna ljósmyndir og þeim fylgja textar um viðkomandi viðburði. Þarna er líka að finna viðtöl, fréttamyndaklippur, grafík, hönnunarelement, efni sem höfðar til krakka og þannig mætti lengi telja. Þannig að það er ýmislegt í þessari sýningu, þó að hún sé ekki stór, þá er þarna margt að sjá og skoða fyrir þá sem vilja kynna sér þessa merku sögu. Á sýningunni er varpað ljósi á ýmsa þætti þessarar sögu, suma lítt þekkta. Það er ágætt að hafa það í huga að af þeim sem koma á sýninguna eru kannski fæstir sem muna þennan tíma. Sjálfur var ég aðeins þriggja ára þegar þorskastríðunum lauk. Það er auðvitað staðreynd að þetta er að verða fjarlægt sífellt stærri hluta þjóðarinnar. Við reynum líka að varpa ljósi á ákveðna þætti eins og í hverju fólust átökin, hvernig var orðræðan og annað slíkt. Þetta var geysilega mikilvægur tími í sögu Íslands en þetta er flókin saga. Ef maður kafar ofan í hana sér maður að hún er full af goðsögum sem sumar hverjar hafa jafnvel dúkkað aftur upp síðar eins og t.d. í Icesave-deilunni. Þannig að það er þarna þekking sem við þurfum að viðhalda og sýning sem þessi hentar vel til þess.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí.
Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira