Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur hafið sálfræðistríðið gegn Portúgölum en Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik sínum á EM eftir ellefu daga.
Lagerbäck skaut á leikaraskap Portúgala í viðtali við norska ríkissjónvarpið eftir vináttulandsleik Íslands og Noregs í Osló.
„Þeir hafa einn af besta leikmanninn í heimi sem er einnig mjög góður leikari," sagði Lars Lagerbäck um Cristiano Ronaldo í viðtalinu við NRK.
Pepe, miðvörður Real Madrid og portúgalska landsliðsins, sýndi allskonar leikaraskap í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Atlético Madrid.
Lars Lagerbäck sá úrslitaleikinn á milli Real Madrid og Atlético Madrid en hann var lítið hrifinn af leikaraskap Portúgalans.
„Við höfum séð nokkra Portúgala vera uppvísa að leikaraskap inn á vellinum. Í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sáum við hluti sem ættu miklu frekar heima í Hollywood. Ég er ekki hrifinn af þessu," sagði Lars Lagerbäck við NRK.
„Ég vona að við losnum alveg við þetta úr fótboltanum. Ég vona að þeir skoði vel myndbandsupptökur eftir leiki og refsi mönnum harðlega," sagði Lagerbäck. Hann vill að UEFA taki hart á leikaraskap leikmanna til að útrýma slíku úr fótboltanum.
Íslensku strákarnir passa sig örugglega líka á því að sleppa leikaraskapnum vitandi það hversu landsliðsþjálfarinn er á móti öllu slíku.
Ísland mætir Portúgal 14. Júní næstkomandi en á eftir að spila einn leik þangað til. Ísland og Liechtenstein mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið.
Lagerbäck skýtur á leikaraskap Portúgala og bendir þeim á Hollywood
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti



Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

