Erlent

Bein útsending: Hvern tilnefnir Obama sem nýjan hæstaréttardómara?

Atli Ísleifsson skrifar
Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Barack Obama Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP
Barack Obama hyggst tilkynna um hvern hann mun tilnefna sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna klukkan 15.

Nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. Hann lést þann 13. febrúar síðastliðinn.

Fylgjast má með fréttamannafundi Obama í beinni útsendingu í spilaranum að neðan.

Í frétt Reuters segir að líklegast þykir að Sri Srinivasan eða Merrick Garland verði fyrir valinu, en þeir eiga báðir sæti í alríkisáfrýjunardómstólum.

Heimildarmenn AP á Bandaríkjaþingi greina frá því að Obama muni tilnefna Garland.

Búist er við að öldungadeild Bandaríkjaþings muni berjast gegn skipun þess sem Obama tilnefnir þar sem Repúblikanar eru þar í meirihluta, en öldundadeildin þarf að staðfesta skipun nýs dómara.

Níu menn eiga sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Fjórir dómaranna sem nú sitja í réttinum þykja frjálslyndir í túlkunum og fjórir íhaldssamir og því er skipun níunda dómarans sérstaklega mikilvæg.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×