Vernda fólk sem vill geta neitað hinsegin fólki um þjónustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2016 17:33 Frá gleðigöngunni í Bandaríkjunum vísir/getty Öldungadeild ríkisþings Mississippi í Bandaríkjunum samþykkti í vikunni ný lög sem mismuna hinsegin fólki en löggjöfin er af mörgum talin ganga lengst allra þeirra laga sem samþykkt hafa verið í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna og skerða réttindi hinsegin fólks. Lagafrumvarpið var samþykkt með 31 atkvæði gegn 17 og er kallað „trúfrelsisfrumvarpið.“ Það felur það vernd fyrir einstaklinga, trúfélög og ákveðin fyrirtæki sem neita að þjónusta hinsegin fólk. Þá felur það jafnframt í sér vernd fyrir þá sem neita að viðurkenna kyn transfólks. Repúblikanar fara með meirihluta bæði í öldungadeild og fulltrúadeild ríkisþingsins en strax í kjölfar þess að frumvarpið var samþykkt lögðu demókratar fram breytingatillögu svo kjósa þarf aftur í næstu viku. Það er þó talið að það breyti engu þar sem repúblikanir segja dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna frá því í júní í fyrra um að hjónabönd samkynhneigðra væru lögleg í öllum ríkjum landsins skapa vandamál fyrir fólk sem er trúað. „Þessi löggjöf verndar þá sem geta ekki með góðri samvisku þjónustað hjón af sama kyni. Þetta felur ekki í sér mismunun,“ segir öldungadeildarþingmaðurinn Jennifer Branning. Demókratar hafa mótmælt löggjöfinni harðlega sem og þeir sem barist hafa fyrir réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Vilja þeir meina að mikil mismunun felist í lögunum þar sem fólki er veittur réttur til þess að neita hinsegin fólki um þjónustu, vörur, læknisþjónustu, húsnæði og atvinnu. „Þetta er væntanlega versta trúfrelsisfrumvarp allra tíma,“ segir Ben Needham, baráttumaður fyrir réttindum hinsegins fólks í Suðurríkjunum. Hinsegin Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Öldungadeild ríkisþings Mississippi í Bandaríkjunum samþykkti í vikunni ný lög sem mismuna hinsegin fólki en löggjöfin er af mörgum talin ganga lengst allra þeirra laga sem samþykkt hafa verið í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna og skerða réttindi hinsegin fólks. Lagafrumvarpið var samþykkt með 31 atkvæði gegn 17 og er kallað „trúfrelsisfrumvarpið.“ Það felur það vernd fyrir einstaklinga, trúfélög og ákveðin fyrirtæki sem neita að þjónusta hinsegin fólk. Þá felur það jafnframt í sér vernd fyrir þá sem neita að viðurkenna kyn transfólks. Repúblikanar fara með meirihluta bæði í öldungadeild og fulltrúadeild ríkisþingsins en strax í kjölfar þess að frumvarpið var samþykkt lögðu demókratar fram breytingatillögu svo kjósa þarf aftur í næstu viku. Það er þó talið að það breyti engu þar sem repúblikanir segja dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna frá því í júní í fyrra um að hjónabönd samkynhneigðra væru lögleg í öllum ríkjum landsins skapa vandamál fyrir fólk sem er trúað. „Þessi löggjöf verndar þá sem geta ekki með góðri samvisku þjónustað hjón af sama kyni. Þetta felur ekki í sér mismunun,“ segir öldungadeildarþingmaðurinn Jennifer Branning. Demókratar hafa mótmælt löggjöfinni harðlega sem og þeir sem barist hafa fyrir réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Vilja þeir meina að mikil mismunun felist í lögunum þar sem fólki er veittur réttur til þess að neita hinsegin fólki um þjónustu, vörur, læknisþjónustu, húsnæði og atvinnu. „Þetta er væntanlega versta trúfrelsisfrumvarp allra tíma,“ segir Ben Needham, baráttumaður fyrir réttindum hinsegins fólks í Suðurríkjunum.
Hinsegin Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira