Segir hönnun Herjólfs þá bestu þrátt fyrir vonbrigði Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2016 16:00 Nýja Vestmannaeyjaferjan, eins og útlit hennar er sýnt á grafískri mynd. „Módelprófanir af ferju hafa leitt í ljós að ferjan uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar voru til hennar,“ segir í tveggja mánaða gömlu minnisblaði Vegagerðarinnar um nýja Vestmannaeyjaferju. Fréttavefurinn eyjar.net greinir frá þessu og birtir minnisblaðið í heild. Þar kemur fram að breyta þurfi mati á frátöfum frá því sem sett var fram í maímánuði síðastliðið vor. „Þótt þetta séu vissulega vonbrigði þá teljum við að við séum þrátt fyrir það með það besta sem við getum kallað fram í þessu skipi,“ sagði Friðfinnur Skaftason, formaður stýrihóps um nýja Vestmannaeyjaferju, þegar fréttastofa 365-miðla leitaði viðbragða. Friðfinnur segir að þótt prófanir sýni að ferjan standist ekki upphaflegar kröfur sé niðurstaðan samt sem áður sú að hún muni stórbæta samgöngur til Eyja og nýting Landeyjahafnar muni aukast verulega.Frá líkanaprófun í Danmörku. Í minnisblaðinu, sem Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni ritaði, segir ennfremur: „Mat undirritaðs er að siglt verði 78-86% af tímanum til Landeyjahafnar á ári. Yfir háveturinn, frá desember til mars, getur það farið í allt að 50% af tímanum í viðkomandi mánuði. Reyndar ef óvissa um dýpi er til staðar þá getur það jafnvel orðið meira.“ Áætlaður er fjöldi daga sem siglingar falla niður til Landeyjahafnar á ári. Lágspá gerir ráð fyrir að 28 dagar falli niður, miðspá að 23 dagar falli niður og háspá að 18 dagar falli niður. Segir að óvissa sé um matið en reynt sé að hafa það varkárt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nú innan ráðuneyta innanríkis- og fjármála verið að leggja lokahönd á undirbúning útboðs og talið líklegt að ákvörðun verði kynnt í ríkisstjórn í næstu viku. Nýjan ferjan er hönnuð til að flytja 540 farþega yfir sumartímann en 390 yfir vetrarmánuði. Hún á að geta flutt allt að 73 fólksbíla og 5 flutningabíla. Í frétt Stöðvar 2 í desember mátti sjá ferjuna í módelprófunum. Tengdar fréttir Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
„Módelprófanir af ferju hafa leitt í ljós að ferjan uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar voru til hennar,“ segir í tveggja mánaða gömlu minnisblaði Vegagerðarinnar um nýja Vestmannaeyjaferju. Fréttavefurinn eyjar.net greinir frá þessu og birtir minnisblaðið í heild. Þar kemur fram að breyta þurfi mati á frátöfum frá því sem sett var fram í maímánuði síðastliðið vor. „Þótt þetta séu vissulega vonbrigði þá teljum við að við séum þrátt fyrir það með það besta sem við getum kallað fram í þessu skipi,“ sagði Friðfinnur Skaftason, formaður stýrihóps um nýja Vestmannaeyjaferju, þegar fréttastofa 365-miðla leitaði viðbragða. Friðfinnur segir að þótt prófanir sýni að ferjan standist ekki upphaflegar kröfur sé niðurstaðan samt sem áður sú að hún muni stórbæta samgöngur til Eyja og nýting Landeyjahafnar muni aukast verulega.Frá líkanaprófun í Danmörku. Í minnisblaðinu, sem Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni ritaði, segir ennfremur: „Mat undirritaðs er að siglt verði 78-86% af tímanum til Landeyjahafnar á ári. Yfir háveturinn, frá desember til mars, getur það farið í allt að 50% af tímanum í viðkomandi mánuði. Reyndar ef óvissa um dýpi er til staðar þá getur það jafnvel orðið meira.“ Áætlaður er fjöldi daga sem siglingar falla niður til Landeyjahafnar á ári. Lágspá gerir ráð fyrir að 28 dagar falli niður, miðspá að 23 dagar falli niður og háspá að 18 dagar falli niður. Segir að óvissa sé um matið en reynt sé að hafa það varkárt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nú innan ráðuneyta innanríkis- og fjármála verið að leggja lokahönd á undirbúning útboðs og talið líklegt að ákvörðun verði kynnt í ríkisstjórn í næstu viku. Nýjan ferjan er hönnuð til að flytja 540 farþega yfir sumartímann en 390 yfir vetrarmánuði. Hún á að geta flutt allt að 73 fólksbíla og 5 flutningabíla. Í frétt Stöðvar 2 í desember mátti sjá ferjuna í módelprófunum.
Tengdar fréttir Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45