Erlent

Ellefu látnir eftir skotárás í Suður-Súdan

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Frá Suður-Súdan. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá Suður-Súdan. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mynd/getty
Að minnsta kosti ellefu manns eru látnir og sextán særðir eftir skotárás í nágrenni Juba, höfuðborg Suður-Súdans.

Árásarmaðurinn skaut á hóp fólks sem sat saman og horfði á fótboltaleik ensku úrvalsdeildarinnar fyrr í dag. Hann náði að flýja vettvang og hefur ekki verið fundinn enn.

Suður-Súdan er yngsta ríki heims en það var stofnað árið 2011 þegar það klauf sig frá Súdan. Mikil ólga hefur ríkt í landinu undanfarin misseri en í desember 2014 brutust út átök á milli stjórnvalda og uppreisnarmanna. Þess auki hafa grimmilegar ættbálkaerjur geysað í á svæðinu en að minnsta kosti sextíu ólíkir ættbálkar búa í Suður-Súdan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×