Enski boltinn

Mourinho: Virkilega sáttur hversu vel við stýrðum leiknum

Mourinho var heldur sáttari í leikslok í dag en undanfarnar vikur.
Mourinho var heldur sáttari í leikslok í dag en undanfarnar vikur. Vísir/EPA
„Ég er virkilega sáttur með það hversu vel við stýrðum þessum leik. Við vorum mun meira með boltann og náðum að refsa þeim þegar við fengum tækifæri til þess,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sáttur að leikslokum í dag.

Mourinho þurfti að sætta sig við sæti í stúkunni í dag þar sem hann tók út leikbann eftir að hafa verið rekinn upp í stúku á dögunum.

„Ég vissi að það gæti orðið erfitt að verjast Fernando Llorente, ég þekki hann vel og veit hvað hann getur gert liðum ef spilað er rétt upp á hann,“ sagði Mourinho sem hrósaði varnarmönnum sínum.

„Ég verð að hrósa þeim, Ashley Young og Matteo Darmian léku út úr stöðu og Phil Jones kom inn í þennan leik þrátt fyrir að hafa ekkert æft undanfarna mánuði.“

Sjá einnig:Loksins skoraði Zlatan í öruggum sigri Manchester United

Hann tók undir að það væri léttir að fara inn í landsleikjahléð með sigur á bakinu.

„Við þurftum á þessu að halda eftir að hafa tapað tveimur stigum gegn Burnley og nauðsynlegt fyrir landsleikjahléð. Allt liðið spilaði mjög vel og ég er virkilega sáttur.“

Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba skoruðu mörk Manchester United í dag.

„Miðjan studdi vel við Pogba sem lék mjög vel í dag rétt eins og liðsfélagar hans. Svo hafði ég engar áhyggjur af því að Zlatan myndi ekki skora. Það var bara tímaspursmál hvenær hann myndi skora en hann er búinn ótrúlegur fyrir liðið undanfarnar vikur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×