Erlent

Munu ekki ræða við Obama um endurbætur

Samúel Karl Ólason skrifar
Raul Castro.
Raul Castro. Vísir/AFP
Raul Castro mun ekki ræða við Barack Obama um endurbætur á efnahag og stjórnmálakerfi Kúbu. Forsetarnir munu um hittast í Kúbu um helgina og er Obama fyrsti forseti Bandaríkjanna til að heimsækja Kúbu frá 1928.

Utanríkisráðherra Kúbu segir að báðir leiðtogar líti á fundinn sem tækifæri til að grafa stríðsöxina. Samband Kúbu og Bandaríkjanna hefur verið mjög stirt frá árinu 1958 þegar Fidel Castro bolaði ríkisstjórn Fulgencio Batista frá völdum.

Bruno Rodriguez sagði í sjónvarpsávarpi í dag að þeir myndu ekki hlusta á Bandaríkin endurtaka kröfur sínar um meira lýðræði og frjálsari markaði á Kúbu. Innanríkismál Kúbu verði ekki til viðræðna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×