Meira um fóstureyðingar og femínisma - stjórnarskrárbrot og tvíeðli Jakob Ingi Jakobsson skrifar 17. mars 2016 09:51 Ég ritaði grein var birt í fjölmiðlum þann 17. des. síðastliðinn sem innslag í „jafnréttis“umræðuna. Það hvort eyðing fósturs sem getið er við „eðlilegar aðstæður“ væri alfarið einkamál konunnar. Femínistar halda því fram að þetta sé einkamál konunnar og komi karlinum ekkert við. Þá vildi ég vekja athygli á réttarstöðu mannsins í slíkum málum og þá hvort réttur hans kunni að vera sniðgenginn á tímum „jafns réttar“ kynjanna. Pistill minn vakti heitar umræður á samfélagsmiðlum og varð umræðan ansi rætin enda blésu fjölmiðlar femínistum vind í seglin. Gerðu öfgaraddir gangskör að því að rægja persónu mína með oft hugmyndaríkum hætti. Ummæli sem að mínu mati reyndust ansi hníflótt á köflum. Nálgun sem mér þótti vera sorgleg og niðurlægjandi fyrir viðkomandi. Sérstaklega þar sem ég tala fyrir jöfnum rétti beggja kynja, en ekki auknum rétti karla eða kvenna. Ein meginregla allra lögfræðinga er að tala máli þeirra sem eru beittir ranglæti. Ég reyni ávallt að nálgast viðfangsefnið með málefnalegum og hlutlægum hætti, ef þess er kostur. Öfgafullar og ómálefnalegar gagnrýnisraddir koma engum á óvart. En sú mikla hvatning og jákvæðu undirtektir sem ég fékk hvetja mann. Það virðist skýr þörf fyrir því að einhver láti sig réttindi drengja/karla varða þegar kvennréttindabylgjan virðist allan rétt ætla að kaffæra. Ungir menn fæðast í dag inn í heim femínista og í þeim heimi virðast þeir ekki njóta jafns réttar þó hann sé stjórnarskrárvarinn, það er í mínum huga óttækt. Mismunun verður ekki bætt með mismunum. Sumir gagnrýnendur eyddu miklum tíma í að reifa dóma mannréttindadómstólsins máli sínu til stuðnings. Íslenskir dómstólar eru ekki bundnir af dómum MDE skv. 2. gr. l. nr. 62/1994. Á Íslandi gildir það sem kallað er „tvíeðli.“ Þjóðréttarlegar skuldbindingar verða að vera lögleiddar til að öðlast eitthvað annað en leiðbeiningargildi. Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur stöðu almennra laga sem lög nr. 62/1994. Almenn lög eru alltaf og undantekningalaust trompuð af stjórnarskrá íslendinga nr. 33/1944 sem er æðst allra réttarheimilda. Stjórnarskráin er samfélagssáttmáli og er hin eiginlega megin réttarvernd allra íslendinga. Af framangreindu leiðir að ef almenn lög og reglur fara gegn ákvæðum stjórnaskrár gildir inntak stjórnarskrárinnar alltaf. Hér á landi setur Alþingi of oft lög sem fara gegn samfélagssáttmálanum án þess að almenningur átti sig á því. Slík lög hafa ekkert gildi. Þegar 65. grein stjórnarskrárinnar er lesin er hún kristalskýr. Konur og karlar skulu „njóta jafns réttar í „hvívetna.““ Það er ekki hægt að túlka setninguna öðruvísi en samkvæmt orðanna hljóðan, enda er orðalagið kristalskýrt. Ef það á að breyta lögunum þarf fyrst að breyta stjórnarskrá. Ella verður að fara að stjórnarskrá og gæta réttinda beggja kynja að jöfnu í þessum málaflokki sem öðrum! Í lögum nr. 25/1975 um föstureyðingar hefur karlinn engan rétt. Í 7. tl. 2. mgr. 13. greinar segir orðrétt að „sé þess kostur, skal maðurinn taka þátt í umsókn konunnar, nema sérstakar ástæður mæli gegn því.“ Annað er ekki sagt um aðkomu karlsins í þessum málum! Einungis þetta orð „kostur“ sem er huglægt. Það þýðir einfaldlega að konan getur auðveldlega gengið framhjá karlinum í þessum efnum. Og stjórnsýslan/kerfið hefur tilhneigingu til að keyra í gömlum hjólförum og einblína á vilja konunnar, eins og þetta sé einkamál hennar einnar. Í 28. grein laganna er kveðið á um nefnd sem skipuð er til að sjá til þess að framkvæmd laganna sé með réttum hætti. En hvernig því eftirliti er háttað er hulið. Engin fullnægjandi svör hafa borist undirrituðum frá nefnd eða landlækni vegna fyrirspurna þrátt fyrir umleitan. Þess skal getið að landsþekktir femínistar skipa sæti félagsráðgjafa bæði í nefnd og sem varamenn. Af þeim sökum er ekki unnt að efast um óhlutdrægni nefndarinnar í þessum málum. Samkvæmt stjórnarskrá eiga bæði kynin að njóta jafns réttar í „hvívetna?“ Ég tel líklegt að er þingheimur afgreiddi lög nr. 10/2008 um jafna stöðu karla og kvenna hafi þeir ekki gert sér grein fyrir þeirri þverstæðu sem felst í orðskýringu 7. tl. 2. gr. laga nr. 10/2008. Þar er kveðið á um að heimilt sé að mismuna kynjunum tímabundið (jákvæð mismunun). Það er þó ekkert tímbundið að finna í þessum efnum og virðist öll „jákvæð mismunun“ vera einhliða til handa konum í öllum málaflokkum sem er óeðlilegt. Framkvæmdin á lögunum er þar af leiðandi röng og þar að auki andstæð stjórnarskrá. Það sem hafa verður í huga er sú staðreynd að ef við leyfum brot á stjórnarskrá einu sinni, erum við búin að gefa fordæmi til að slíkt verði gert aftur og aftur í öðrum málum, og hver vill það? Stjórnvöld virðast með háttsemi sinni mismuna ákveðnum þjóðfélagshópum með því leggja fámennum fyrirferðamiklum þrýstihópum lið. Einnig kallað „poppúlismi.“ Af framangreindum stjórnarskrárvörðum rétti beggja kynja er ljóst að karlinn ætti að hafa eitthvað um það að segja ef fóstri er hann hefur getið með fullu samþykki konunnar skuli eytt/deytt. Það er og verður ekki einkamál konunnar sama hvernig á það er litið. Annars er ekki um jafnan rétt kynjanna að ræða. Sumir segja að það sé fráleitt að hugsa sér að skylda konuna til að bera barnið ef hún vill það ekki. Trúlega er nokkuð til í því. Ég er hinsvegar ekki að velta fyrir mér öðru en lagalegum rétti kynjanna til jafns réttar í „hvívetna“ þegar þau ákveða bæði að eignast barn og annað vill svo ekki standa við samninginn. Rétt er að benda á að í einungis 7 ríkjum af 196 ríkjum heims hefur kona einhliða rétt að lögum að eyða fóstri. Ég er ekki að meta hlutina eftir því hvað mér finnst. En á meðan stjórnarskráin er óbreytt hérlendis er réttur karla brotinn þegar jafn réttur þeirra eins og hér er fjallað um er sniðgengin. Það er einföld staðreynd sem allir raunverulegir jafnréttissinnar verða að kyngja. Mér finnst augljóst að það eigi ekki að fara að vilja femíniskra áróðurshópa við að leysa vandann sem blasir við ráðamönnum. Enda hef ég bent á þau óheillavænlegu áhrif og afleiðingar sem "isma" stefnur hafa ollið samfélögum í fortíð. Þá er staðreynd er að karlmenn þurfa að geta sagt sína skoðun án ótta við að vera stimplaðir. Fjölmiðlar verða að gæta hlutleysis og gefa þeim tækifæri á að koma skoðunum sínum á framfæri. Dæmin eru einfaldlega allt of mörg þar sem réttindi karla eru látin lönd og leið og öll áhersla og umfjöllun lögð á aukin réttindi konunar. Það er ekkert grín að fæðast drengur á Íslandi nútímans að óbreyttu. Karlar og konur eiga að vinna saman og virða lög, en ekki fara þær leiðir sem í öfgunum felst. Það sem ég er að segja er einfaldlega að „við eigum ekki að leiðrétta mismunun einhvers með að mismuna öðrum.“ Það er kolröng aðferðarfræði sem getur haft ófyrirséðar og alvarlegar afleiðingar! Þá er alls engin lausn að Alþingi setji „poppúlísk ólög“ sem fara gegn stjórnarskrá. Alþingi er ávallt skylt að hafa að leiðarljósi ákvæði stjórnarskrár. Og að sá réttur okkar sem í henni felst sé fullkomlega virtur! Ég bið fólk um að lesa það sem ég set fram hér sem og annarsstaðar með opnum huga og án fordóma eða reiði og muna það sem ég hef margsagt. Stuðlum að jöfnum rétti karla og kvenna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Um þungunarrof og mannréttindi - Svar við pistli Jakobs Inga Jakobssonar Þann 17. desember síðastliðinn ritaði Jakob Ingi Jakobsson pistil þess efnis að lagabreytinga væri þörf til þess að veita körlum rétt á því að neita konum sem þeir hafa barnað "[...] við það sem við köllum "eðlilegar“ aðstæður!“ um að fara í þungunarrof (fóstureyðingu). 23. desember 2015 13:49 Mannréttindalögfræðingur fær það óþvegið Jakob Ingi Jakobsson er úthrópaður á samfélagsmiðlum fyrir umdeilda grein; hann er kallaður karlréttindalögfræðingur og sagður fæddur á vitlausri öld. 17. desember 2015 13:58 Fóstureyðingar, femínismi og mæðrahyggja! Hér eru reifuð málefnaleg sjónarmið um það hvort rétt sé að konur geti tekið einhliða ákvarðanir um eyðingu fósturs sem er afleiðing getnaðar við það sem við köllum „eðlilegar“ aðstæður! 17. desember 2015 07:00 Svar við pistli Jakobs Inga Jakobsson Fóstureyðingar, femínismi og mæðrahyggja! Það getur vel verið að fóstureyðingar séu feminískar og það er að mínu mati ekki neikvætt enda er þetta fullkomlega réttur konunnar. 18. desember 2015 12:00 Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég ritaði grein var birt í fjölmiðlum þann 17. des. síðastliðinn sem innslag í „jafnréttis“umræðuna. Það hvort eyðing fósturs sem getið er við „eðlilegar aðstæður“ væri alfarið einkamál konunnar. Femínistar halda því fram að þetta sé einkamál konunnar og komi karlinum ekkert við. Þá vildi ég vekja athygli á réttarstöðu mannsins í slíkum málum og þá hvort réttur hans kunni að vera sniðgenginn á tímum „jafns réttar“ kynjanna. Pistill minn vakti heitar umræður á samfélagsmiðlum og varð umræðan ansi rætin enda blésu fjölmiðlar femínistum vind í seglin. Gerðu öfgaraddir gangskör að því að rægja persónu mína með oft hugmyndaríkum hætti. Ummæli sem að mínu mati reyndust ansi hníflótt á köflum. Nálgun sem mér þótti vera sorgleg og niðurlægjandi fyrir viðkomandi. Sérstaklega þar sem ég tala fyrir jöfnum rétti beggja kynja, en ekki auknum rétti karla eða kvenna. Ein meginregla allra lögfræðinga er að tala máli þeirra sem eru beittir ranglæti. Ég reyni ávallt að nálgast viðfangsefnið með málefnalegum og hlutlægum hætti, ef þess er kostur. Öfgafullar og ómálefnalegar gagnrýnisraddir koma engum á óvart. En sú mikla hvatning og jákvæðu undirtektir sem ég fékk hvetja mann. Það virðist skýr þörf fyrir því að einhver láti sig réttindi drengja/karla varða þegar kvennréttindabylgjan virðist allan rétt ætla að kaffæra. Ungir menn fæðast í dag inn í heim femínista og í þeim heimi virðast þeir ekki njóta jafns réttar þó hann sé stjórnarskrárvarinn, það er í mínum huga óttækt. Mismunun verður ekki bætt með mismunum. Sumir gagnrýnendur eyddu miklum tíma í að reifa dóma mannréttindadómstólsins máli sínu til stuðnings. Íslenskir dómstólar eru ekki bundnir af dómum MDE skv. 2. gr. l. nr. 62/1994. Á Íslandi gildir það sem kallað er „tvíeðli.“ Þjóðréttarlegar skuldbindingar verða að vera lögleiddar til að öðlast eitthvað annað en leiðbeiningargildi. Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur stöðu almennra laga sem lög nr. 62/1994. Almenn lög eru alltaf og undantekningalaust trompuð af stjórnarskrá íslendinga nr. 33/1944 sem er æðst allra réttarheimilda. Stjórnarskráin er samfélagssáttmáli og er hin eiginlega megin réttarvernd allra íslendinga. Af framangreindu leiðir að ef almenn lög og reglur fara gegn ákvæðum stjórnaskrár gildir inntak stjórnarskrárinnar alltaf. Hér á landi setur Alþingi of oft lög sem fara gegn samfélagssáttmálanum án þess að almenningur átti sig á því. Slík lög hafa ekkert gildi. Þegar 65. grein stjórnarskrárinnar er lesin er hún kristalskýr. Konur og karlar skulu „njóta jafns réttar í „hvívetna.““ Það er ekki hægt að túlka setninguna öðruvísi en samkvæmt orðanna hljóðan, enda er orðalagið kristalskýrt. Ef það á að breyta lögunum þarf fyrst að breyta stjórnarskrá. Ella verður að fara að stjórnarskrá og gæta réttinda beggja kynja að jöfnu í þessum málaflokki sem öðrum! Í lögum nr. 25/1975 um föstureyðingar hefur karlinn engan rétt. Í 7. tl. 2. mgr. 13. greinar segir orðrétt að „sé þess kostur, skal maðurinn taka þátt í umsókn konunnar, nema sérstakar ástæður mæli gegn því.“ Annað er ekki sagt um aðkomu karlsins í þessum málum! Einungis þetta orð „kostur“ sem er huglægt. Það þýðir einfaldlega að konan getur auðveldlega gengið framhjá karlinum í þessum efnum. Og stjórnsýslan/kerfið hefur tilhneigingu til að keyra í gömlum hjólförum og einblína á vilja konunnar, eins og þetta sé einkamál hennar einnar. Í 28. grein laganna er kveðið á um nefnd sem skipuð er til að sjá til þess að framkvæmd laganna sé með réttum hætti. En hvernig því eftirliti er háttað er hulið. Engin fullnægjandi svör hafa borist undirrituðum frá nefnd eða landlækni vegna fyrirspurna þrátt fyrir umleitan. Þess skal getið að landsþekktir femínistar skipa sæti félagsráðgjafa bæði í nefnd og sem varamenn. Af þeim sökum er ekki unnt að efast um óhlutdrægni nefndarinnar í þessum málum. Samkvæmt stjórnarskrá eiga bæði kynin að njóta jafns réttar í „hvívetna?“ Ég tel líklegt að er þingheimur afgreiddi lög nr. 10/2008 um jafna stöðu karla og kvenna hafi þeir ekki gert sér grein fyrir þeirri þverstæðu sem felst í orðskýringu 7. tl. 2. gr. laga nr. 10/2008. Þar er kveðið á um að heimilt sé að mismuna kynjunum tímabundið (jákvæð mismunun). Það er þó ekkert tímbundið að finna í þessum efnum og virðist öll „jákvæð mismunun“ vera einhliða til handa konum í öllum málaflokkum sem er óeðlilegt. Framkvæmdin á lögunum er þar af leiðandi röng og þar að auki andstæð stjórnarskrá. Það sem hafa verður í huga er sú staðreynd að ef við leyfum brot á stjórnarskrá einu sinni, erum við búin að gefa fordæmi til að slíkt verði gert aftur og aftur í öðrum málum, og hver vill það? Stjórnvöld virðast með háttsemi sinni mismuna ákveðnum þjóðfélagshópum með því leggja fámennum fyrirferðamiklum þrýstihópum lið. Einnig kallað „poppúlismi.“ Af framangreindum stjórnarskrárvörðum rétti beggja kynja er ljóst að karlinn ætti að hafa eitthvað um það að segja ef fóstri er hann hefur getið með fullu samþykki konunnar skuli eytt/deytt. Það er og verður ekki einkamál konunnar sama hvernig á það er litið. Annars er ekki um jafnan rétt kynjanna að ræða. Sumir segja að það sé fráleitt að hugsa sér að skylda konuna til að bera barnið ef hún vill það ekki. Trúlega er nokkuð til í því. Ég er hinsvegar ekki að velta fyrir mér öðru en lagalegum rétti kynjanna til jafns réttar í „hvívetna“ þegar þau ákveða bæði að eignast barn og annað vill svo ekki standa við samninginn. Rétt er að benda á að í einungis 7 ríkjum af 196 ríkjum heims hefur kona einhliða rétt að lögum að eyða fóstri. Ég er ekki að meta hlutina eftir því hvað mér finnst. En á meðan stjórnarskráin er óbreytt hérlendis er réttur karla brotinn þegar jafn réttur þeirra eins og hér er fjallað um er sniðgengin. Það er einföld staðreynd sem allir raunverulegir jafnréttissinnar verða að kyngja. Mér finnst augljóst að það eigi ekki að fara að vilja femíniskra áróðurshópa við að leysa vandann sem blasir við ráðamönnum. Enda hef ég bent á þau óheillavænlegu áhrif og afleiðingar sem "isma" stefnur hafa ollið samfélögum í fortíð. Þá er staðreynd er að karlmenn þurfa að geta sagt sína skoðun án ótta við að vera stimplaðir. Fjölmiðlar verða að gæta hlutleysis og gefa þeim tækifæri á að koma skoðunum sínum á framfæri. Dæmin eru einfaldlega allt of mörg þar sem réttindi karla eru látin lönd og leið og öll áhersla og umfjöllun lögð á aukin réttindi konunar. Það er ekkert grín að fæðast drengur á Íslandi nútímans að óbreyttu. Karlar og konur eiga að vinna saman og virða lög, en ekki fara þær leiðir sem í öfgunum felst. Það sem ég er að segja er einfaldlega að „við eigum ekki að leiðrétta mismunun einhvers með að mismuna öðrum.“ Það er kolröng aðferðarfræði sem getur haft ófyrirséðar og alvarlegar afleiðingar! Þá er alls engin lausn að Alþingi setji „poppúlísk ólög“ sem fara gegn stjórnarskrá. Alþingi er ávallt skylt að hafa að leiðarljósi ákvæði stjórnarskrár. Og að sá réttur okkar sem í henni felst sé fullkomlega virtur! Ég bið fólk um að lesa það sem ég set fram hér sem og annarsstaðar með opnum huga og án fordóma eða reiði og muna það sem ég hef margsagt. Stuðlum að jöfnum rétti karla og kvenna!
Um þungunarrof og mannréttindi - Svar við pistli Jakobs Inga Jakobssonar Þann 17. desember síðastliðinn ritaði Jakob Ingi Jakobsson pistil þess efnis að lagabreytinga væri þörf til þess að veita körlum rétt á því að neita konum sem þeir hafa barnað "[...] við það sem við köllum "eðlilegar“ aðstæður!“ um að fara í þungunarrof (fóstureyðingu). 23. desember 2015 13:49
Mannréttindalögfræðingur fær það óþvegið Jakob Ingi Jakobsson er úthrópaður á samfélagsmiðlum fyrir umdeilda grein; hann er kallaður karlréttindalögfræðingur og sagður fæddur á vitlausri öld. 17. desember 2015 13:58
Fóstureyðingar, femínismi og mæðrahyggja! Hér eru reifuð málefnaleg sjónarmið um það hvort rétt sé að konur geti tekið einhliða ákvarðanir um eyðingu fósturs sem er afleiðing getnaðar við það sem við köllum „eðlilegar“ aðstæður! 17. desember 2015 07:00
Svar við pistli Jakobs Inga Jakobsson Fóstureyðingar, femínismi og mæðrahyggja! Það getur vel verið að fóstureyðingar séu feminískar og það er að mínu mati ekki neikvætt enda er þetta fullkomlega réttur konunnar. 18. desember 2015 12:00
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun