Meirihluti fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöll í Vatnsmýri Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2016 19:40 Reykjavíkurflugvöllur og nærliggjandi umhverfi séð úr lofti. Vísir Meirihluti er fyrir því á Alþingi að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Borgarstjóri segir tillögu þar að lútandi vera pólitískt útspil í aðdraganda kosninga. 25 þingmenn úr fjórum flokkum lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Eftirfarandi spurning verði borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni: „Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs hér á landi verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?”Höggva á hnútinn Ögmundur Jónasson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en hann segir hana lagða fram þar sem málið sé komið í algjöran hnút. „Menn geta ekki komið sér saman um hver á að vera framtíð Reykjavíkurflugvallar og það er eðlilegast að þjóðin verði fengin til að höggva á hnútinn,“ segir Ögmundur. Ertu bjartsýnn á að tillagan verði samþykkt fyrir kosningar? „Samkvæmt mínum útreikningum er góður meirihluti í þinginu á bak við þessa tillögu,“ segir Ögmundur. Alls eru 25 þingmenn sem leggja tillöguna fram og munu því greiða atkvæða með henni. Samkvæmt athugun fréttastofu munu að minnsta kosti fimm þingmenn til viðbótar samþykkja tillöguna og þá er fastlega gert ráð fyrir að fjórir ráðherrar Framsóknarflokksins muni samþykkja hana. Samkvæmt þessu munu að minnsta kosti 34 þingmenn greiða atkvæði með tillögunni og því meirihluti fyrir henni á Alþingi.Leita að vilja þjóðarinnar Ögmundur vonast til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram sem allra fyrst en hún yrði ráðgefandi. Því má velta fyrir sér hvaða afleiðingar hún muni hafa í ljósi þess að samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar verður annarri meginflugbrauta Reykjavíkurflugvallar lokað árið 2022. Verði tillagan til að mynda samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu – hver yrðu þá næstu skref hjá Alþingi? „Þá ber bæði ríki og Reykjavíkurborg að setjast yfir málin og komast að niðurstöðu í samræmi við yfirlýstan þjóðarvilja,“ segir Ögmundur. Er Alþingi með þessu ekki að skipta sér af skipulagsmálum Reykjavíkurborgar? „Borgarstjóri sagði nýlega og vísaði þá til hugsanlegs flugvallar í Gálgahrauni, að hann vildi skapa þjóðarsamstöðu um slíka lausn. Þar með viðurkennir borgarstjóri, og það finnst mér vera gott, að þjóðin eigi erindi að þessari ákvarðanatöku, ekki bara Reykvíkingar heldur þjóðin öll. Og við erum að leggja til að þá verði leitað eftir vilja þjóðarinnar, út á það gengur okkar tillaga,“ segir Ögmundur.Pólitískt útspilDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir tillöguna undarlega og einhver hafi verið að flýta sér þegar hún var sett á blað. „Það er engin önnur leið að skilja tillögutextann en þannig að það eigi að flytja miðstöð sjúkraflugs í Vatnsmýrina í Reykjavík. En eins og flestir vita að þá var hún færð norður á Akureyri fyrir 10 árum,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg verði ekki skuldbundin til að fylgja niðurstöðu úr slíkri atkvæðagreiðslu, enda yrði hún ráðgefandi „Það kemur fram í tillögutextanum að þetta eigi einungis að vera ráðgefandi. Ég held að þetta sé frekar einhvers konar pólitískt útspil í aðdraganda kosninga, frekar en nokkuð annað,“ segir Dagur. Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Meirihluti er fyrir því á Alþingi að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Borgarstjóri segir tillögu þar að lútandi vera pólitískt útspil í aðdraganda kosninga. 25 þingmenn úr fjórum flokkum lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Eftirfarandi spurning verði borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni: „Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs hér á landi verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?”Höggva á hnútinn Ögmundur Jónasson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en hann segir hana lagða fram þar sem málið sé komið í algjöran hnút. „Menn geta ekki komið sér saman um hver á að vera framtíð Reykjavíkurflugvallar og það er eðlilegast að þjóðin verði fengin til að höggva á hnútinn,“ segir Ögmundur. Ertu bjartsýnn á að tillagan verði samþykkt fyrir kosningar? „Samkvæmt mínum útreikningum er góður meirihluti í þinginu á bak við þessa tillögu,“ segir Ögmundur. Alls eru 25 þingmenn sem leggja tillöguna fram og munu því greiða atkvæða með henni. Samkvæmt athugun fréttastofu munu að minnsta kosti fimm þingmenn til viðbótar samþykkja tillöguna og þá er fastlega gert ráð fyrir að fjórir ráðherrar Framsóknarflokksins muni samþykkja hana. Samkvæmt þessu munu að minnsta kosti 34 þingmenn greiða atkvæði með tillögunni og því meirihluti fyrir henni á Alþingi.Leita að vilja þjóðarinnar Ögmundur vonast til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram sem allra fyrst en hún yrði ráðgefandi. Því má velta fyrir sér hvaða afleiðingar hún muni hafa í ljósi þess að samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar verður annarri meginflugbrauta Reykjavíkurflugvallar lokað árið 2022. Verði tillagan til að mynda samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu – hver yrðu þá næstu skref hjá Alþingi? „Þá ber bæði ríki og Reykjavíkurborg að setjast yfir málin og komast að niðurstöðu í samræmi við yfirlýstan þjóðarvilja,“ segir Ögmundur. Er Alþingi með þessu ekki að skipta sér af skipulagsmálum Reykjavíkurborgar? „Borgarstjóri sagði nýlega og vísaði þá til hugsanlegs flugvallar í Gálgahrauni, að hann vildi skapa þjóðarsamstöðu um slíka lausn. Þar með viðurkennir borgarstjóri, og það finnst mér vera gott, að þjóðin eigi erindi að þessari ákvarðanatöku, ekki bara Reykvíkingar heldur þjóðin öll. Og við erum að leggja til að þá verði leitað eftir vilja þjóðarinnar, út á það gengur okkar tillaga,“ segir Ögmundur.Pólitískt útspilDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir tillöguna undarlega og einhver hafi verið að flýta sér þegar hún var sett á blað. „Það er engin önnur leið að skilja tillögutextann en þannig að það eigi að flytja miðstöð sjúkraflugs í Vatnsmýrina í Reykjavík. En eins og flestir vita að þá var hún færð norður á Akureyri fyrir 10 árum,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg verði ekki skuldbundin til að fylgja niðurstöðu úr slíkri atkvæðagreiðslu, enda yrði hún ráðgefandi „Það kemur fram í tillögutextanum að þetta eigi einungis að vera ráðgefandi. Ég held að þetta sé frekar einhvers konar pólitískt útspil í aðdraganda kosninga, frekar en nokkuð annað,“ segir Dagur.
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15