Og þar fór það?… Skjóðan skrifar 31. ágúst 2016 10:00 Vaxtaákvarðanir seðlabanka eiga að vera fyrirsjáanlegar. Seðlabankar eru í eðli sínu íhaldssamar stofnanir, sem hreyfa sig hægt og lítið í einu, nema þegar skyndilegar og ófyrirsjáanlegar krísur kalla á snarpari viðbrögð. Í aðdraganda hruns var Seðlabanki Íslands undarleg skepna í heimi seðlabanka. Í stað þess að safna gjaldeyrisforða með kaupum á gjaldeyri á markaði stuðlaði bankinn að ofrisi íslensku krónunnar með svimandi háum stýrivöxtum, sem leiddu til vaxtamunarviðskipta spákaupmanna. Trúverðugleiki bankans var lítill sem enginn og erlendir seðlabankar báru hvorki traust til hans né íslenskra stjórnvalda. Í hruninu sjálfu gekk Seðlabankinn af göflunum eins og frægt er orðið. Hann reyndi að festa gengi krónunnar án þess að geta stutt við hana, tilkynnti um risalán frá Moskvu sem ekki reyndist fótur fyrir og snarlækkaði vexti til þess eins að þurfa að hækka þá til baka og gott betur. Seðlabanki Íslands var í hruninu eins og geðsjúkrahús þar sem læknarnir hafa misst stjórnina í hendur veikustu sjúklinganna. Eftir hrun var skipt um stjórnendur Seðlabankans og meiri ró komst á. Engu að síður rak Seðlabankinn áfram sömu peningastefnu og fyrir hrun. Vöxtum var haldið himinháum með tilheyrandi kostnaði og búsifjum fyrir fyrirtæki og almenning í landinu. Hávaxtastefnan gagnaðist helst eigendum bankanna, sem juku vaxtamun og græddu á tá og fingri. Þessir eigendur voru kröfuhafar gömlu bankanna. Allt frá hruni hafa vextir Seðlabanka Íslands verið margfaldir á við vexti í öðrum löndum. Þessir háu vextir hafa skert samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrt lífskjör almennings. Verðbólga hefur haldist lág undanfarin misseri, en það er ekki nema að litlu leyti vegna peningastefnu Seðlabankans því hinir háu vextir hafa ýtt undir kostnaðarverðbólgu rétt eins og launahækkanir og skattahækkanir. Helstu ástæður lágrar verðbólgu eru sterk haftakróna og þó sérstaklega sögulega lágt verð á hrávörumörkuðum heimsins. En íslenski seðlabankinn hefur ávallt séð vá úti við sjóndeildarhring. Mikill vöxtur í hagkerfinu að viðbættum launahækkunum myndaði slíkan verðbólguþrýsting, að mati peningastefnunefndar Seðlabankans, að vöxtum þurfti að halda háum og einatt varað við því að næstu skref yrðu til hækkunar fremur en lækkunar. Nú hefur það gerst að laun hafa hækkað meira á einu ári en dæmi eru um í nýlegri sögu og hagvöxtur stefnir í sögulegar hæðir. Þá lækkar bankinn vexti um hálft prósentustig – risalækkun á mælikvarða seðlabanka. Og rökin, jú – hagvöxtur er svo mikill – sömu rök og hingað til hafa þótt kalla á vaxtahækkun. Nú er meira að segja fyrirsjáanleikinn horfinn, sem mörgum fannst þó eini kosturinn við peningastefnu bankans frá hruni. Skjóðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Vaxtaákvarðanir seðlabanka eiga að vera fyrirsjáanlegar. Seðlabankar eru í eðli sínu íhaldssamar stofnanir, sem hreyfa sig hægt og lítið í einu, nema þegar skyndilegar og ófyrirsjáanlegar krísur kalla á snarpari viðbrögð. Í aðdraganda hruns var Seðlabanki Íslands undarleg skepna í heimi seðlabanka. Í stað þess að safna gjaldeyrisforða með kaupum á gjaldeyri á markaði stuðlaði bankinn að ofrisi íslensku krónunnar með svimandi háum stýrivöxtum, sem leiddu til vaxtamunarviðskipta spákaupmanna. Trúverðugleiki bankans var lítill sem enginn og erlendir seðlabankar báru hvorki traust til hans né íslenskra stjórnvalda. Í hruninu sjálfu gekk Seðlabankinn af göflunum eins og frægt er orðið. Hann reyndi að festa gengi krónunnar án þess að geta stutt við hana, tilkynnti um risalán frá Moskvu sem ekki reyndist fótur fyrir og snarlækkaði vexti til þess eins að þurfa að hækka þá til baka og gott betur. Seðlabanki Íslands var í hruninu eins og geðsjúkrahús þar sem læknarnir hafa misst stjórnina í hendur veikustu sjúklinganna. Eftir hrun var skipt um stjórnendur Seðlabankans og meiri ró komst á. Engu að síður rak Seðlabankinn áfram sömu peningastefnu og fyrir hrun. Vöxtum var haldið himinháum með tilheyrandi kostnaði og búsifjum fyrir fyrirtæki og almenning í landinu. Hávaxtastefnan gagnaðist helst eigendum bankanna, sem juku vaxtamun og græddu á tá og fingri. Þessir eigendur voru kröfuhafar gömlu bankanna. Allt frá hruni hafa vextir Seðlabanka Íslands verið margfaldir á við vexti í öðrum löndum. Þessir háu vextir hafa skert samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrt lífskjör almennings. Verðbólga hefur haldist lág undanfarin misseri, en það er ekki nema að litlu leyti vegna peningastefnu Seðlabankans því hinir háu vextir hafa ýtt undir kostnaðarverðbólgu rétt eins og launahækkanir og skattahækkanir. Helstu ástæður lágrar verðbólgu eru sterk haftakróna og þó sérstaklega sögulega lágt verð á hrávörumörkuðum heimsins. En íslenski seðlabankinn hefur ávallt séð vá úti við sjóndeildarhring. Mikill vöxtur í hagkerfinu að viðbættum launahækkunum myndaði slíkan verðbólguþrýsting, að mati peningastefnunefndar Seðlabankans, að vöxtum þurfti að halda háum og einatt varað við því að næstu skref yrðu til hækkunar fremur en lækkunar. Nú hefur það gerst að laun hafa hækkað meira á einu ári en dæmi eru um í nýlegri sögu og hagvöxtur stefnir í sögulegar hæðir. Þá lækkar bankinn vexti um hálft prósentustig – risalækkun á mælikvarða seðlabanka. Og rökin, jú – hagvöxtur er svo mikill – sömu rök og hingað til hafa þótt kalla á vaxtahækkun. Nú er meira að segja fyrirsjáanleikinn horfinn, sem mörgum fannst þó eini kosturinn við peningastefnu bankans frá hruni.
Skjóðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira