Erlent

Bjóða hjálparsamtökum aðgang að herstöðvum

Samúel Karl Ólason skrifar
Birgðalest í Sýrlandi.
Birgðalest í Sýrlandi. Vísir/EPA
Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur boðið hjálparsamtökum að notast við aðbúnað þeirra í Sýrlandi. Hægt væri að flytja hjálparvörur til herstöðvanna með auðveldum hætti og dreifa þeim þaðan. Rússar gætu einnig útvegað farartæki til að koma vörunum til þeirra sem þurfa á þeim að halda.

Fyrr í mánuðinum útbjuggu Rússar lista yfir þau svæði sem þeir töldu að þyrftu nauðsynlega á hjálp að halda. Listanum var komið til Sameinuðu þjóðanna, samkvæmt Reuters fréttaveitunni.

Talsmaður Varnarmálaráðuneytisins var í ríkissjónvarpi Rússlands, þar sem hann sagði einnig að vopnahléið í Sýrlandi héldi, þrátt fyrir nokkra skotbardaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×