Reykvískur sigur í fyrsta Leiknisslagnum | Sjáðu mörkin 12. júlí 2016 21:56 Brynjar Hlöðversson og félagar unnu góðan sigur í kvöld. vísir/vilhelm Leiknir Reykjavík vann nafna sína í Leikni Fáskrúðsfirði, 2-1, í Inkasso-deildinni í fótbolta í kvöld og skaust með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir nafnar sem búa sitthvoru megin á landinu mætast í mótsleik í deild eða bikar og féll fyrsti sigurinn Reykjavíkur-Leikni í skaut. Elvar Páll Sigurðsson kom Leikni Reykjavík í 1-0 með marki á 20. mínútu sem hann skoraði eftir gjörsamlega bilaðan undirbúning Kristjáns Páls Jónssonar. Áður en fyrri hálfleiknum lauk jafnaði Kristófer Páll Viðarsson metin fyrir gestina að austan en markið hans var ekkert slor. Þessi ungi og bráðefnilegi framherji fékk boltann við vítateigslínuna og þrumaði honum upp í þaknetið, 1-1. Heimamenn voru líklegri til að skora í seinni hálfleik og sóttu stíft undir lokin. Pressan skilaði sér loksins þegar Ólafur Hrannar Kristjánsson skallaði boltann inn fyrir vörn Fáskrúðsfirðinga þar sem Kolbeinn Kárason var fyrstur á boltann og setti hann í netið, 2-1, á 84. mínútu. Leiknismenn úr Reykjavík eru aftur komnir á skrið eftir röð slæmra úrslita en þeir eru nú búnir að taka botnliðin tvö; Huginn og Leikni F. í síðustu tveimur leikjum. Leiknir R. komst með sigrinum upp í annað sætið en liðið er með 19 stig. Fáskrúðsfirðingar eru með sex stig í ellefta og næstneðsta sæti. Fyrstu tvö mörk leiksins má sjá hér að neðan en sigurmarkið kemur eftir smástund.Elvar Páll Sigurðsson kemur Leiknir R. í 1-0: Kristófer Páll Viðarsson jafnar í 1-1: Kolbeinn Kárason tryggir Leikni sigurinn 2-1: Íslenski boltinn Tengdar fréttir Trufluð tilþrif Kristjáns Páls skiluðu marki | Myndband Kristján Páll Jónsson átti allan heiðurinn að fyrsta markinu í Leiknisslagnum í Breiðholtinu. 12. júlí 2016 20:45 Grindavík batt enda á sigurgöngu KA | Sonur Eiðs Smára á skotskónum Sveinn Aron Guðjohnsen er einn af markahæstu leikmönnum Inkasso-deildarinnar. 12. júlí 2016 21:12 Fjarðabyggð vann sinn fyrsta leik síðan í annarri umferð er liðið skellti Fram Framarar með eitt stig úr síðustu þremur leikjum gegn liðum úr neðri hlutanum. 12. júlí 2016 19:22 Aftur tapaði Þór fyrir Suðurnesjaliði Keflavík vann annan leikinn í röð þegar það gerði góða ferð norður í þorpið. 12. júlí 2016 19:53 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Leiknir Reykjavík vann nafna sína í Leikni Fáskrúðsfirði, 2-1, í Inkasso-deildinni í fótbolta í kvöld og skaust með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir nafnar sem búa sitthvoru megin á landinu mætast í mótsleik í deild eða bikar og féll fyrsti sigurinn Reykjavíkur-Leikni í skaut. Elvar Páll Sigurðsson kom Leikni Reykjavík í 1-0 með marki á 20. mínútu sem hann skoraði eftir gjörsamlega bilaðan undirbúning Kristjáns Páls Jónssonar. Áður en fyrri hálfleiknum lauk jafnaði Kristófer Páll Viðarsson metin fyrir gestina að austan en markið hans var ekkert slor. Þessi ungi og bráðefnilegi framherji fékk boltann við vítateigslínuna og þrumaði honum upp í þaknetið, 1-1. Heimamenn voru líklegri til að skora í seinni hálfleik og sóttu stíft undir lokin. Pressan skilaði sér loksins þegar Ólafur Hrannar Kristjánsson skallaði boltann inn fyrir vörn Fáskrúðsfirðinga þar sem Kolbeinn Kárason var fyrstur á boltann og setti hann í netið, 2-1, á 84. mínútu. Leiknismenn úr Reykjavík eru aftur komnir á skrið eftir röð slæmra úrslita en þeir eru nú búnir að taka botnliðin tvö; Huginn og Leikni F. í síðustu tveimur leikjum. Leiknir R. komst með sigrinum upp í annað sætið en liðið er með 19 stig. Fáskrúðsfirðingar eru með sex stig í ellefta og næstneðsta sæti. Fyrstu tvö mörk leiksins má sjá hér að neðan en sigurmarkið kemur eftir smástund.Elvar Páll Sigurðsson kemur Leiknir R. í 1-0: Kristófer Páll Viðarsson jafnar í 1-1: Kolbeinn Kárason tryggir Leikni sigurinn 2-1:
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Trufluð tilþrif Kristjáns Páls skiluðu marki | Myndband Kristján Páll Jónsson átti allan heiðurinn að fyrsta markinu í Leiknisslagnum í Breiðholtinu. 12. júlí 2016 20:45 Grindavík batt enda á sigurgöngu KA | Sonur Eiðs Smára á skotskónum Sveinn Aron Guðjohnsen er einn af markahæstu leikmönnum Inkasso-deildarinnar. 12. júlí 2016 21:12 Fjarðabyggð vann sinn fyrsta leik síðan í annarri umferð er liðið skellti Fram Framarar með eitt stig úr síðustu þremur leikjum gegn liðum úr neðri hlutanum. 12. júlí 2016 19:22 Aftur tapaði Þór fyrir Suðurnesjaliði Keflavík vann annan leikinn í röð þegar það gerði góða ferð norður í þorpið. 12. júlí 2016 19:53 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Trufluð tilþrif Kristjáns Páls skiluðu marki | Myndband Kristján Páll Jónsson átti allan heiðurinn að fyrsta markinu í Leiknisslagnum í Breiðholtinu. 12. júlí 2016 20:45
Grindavík batt enda á sigurgöngu KA | Sonur Eiðs Smára á skotskónum Sveinn Aron Guðjohnsen er einn af markahæstu leikmönnum Inkasso-deildarinnar. 12. júlí 2016 21:12
Fjarðabyggð vann sinn fyrsta leik síðan í annarri umferð er liðið skellti Fram Framarar með eitt stig úr síðustu þremur leikjum gegn liðum úr neðri hlutanum. 12. júlí 2016 19:22
Aftur tapaði Þór fyrir Suðurnesjaliði Keflavík vann annan leikinn í röð þegar það gerði góða ferð norður í þorpið. 12. júlí 2016 19:53