Alltaf verið stelpustrákur Elín Albertsdóttir skrifar 14. október 2016 09:30 Bjarki Lárusson vinnur að því að vera sáttur við sjálfan sig og segist vera á góðri leið með það. MYND/ERNIR Bjarki Lárusson er 21 árs tvíburi, nemi í hársnyrtingu, söngvari og lagahöfundur. Hann samdi lag um líðan sína þegar hann brotnaði niður andlega eftir margra ára einelti. Lagið sem nefnist The Gray kemur út á næstu dögum. Bjarki þráir að finna hamingjuna í lífinu og ekki síður ástina. Bjarki er á fullu að semja tónlist. „Ég er í Gospelkór Jóns Vídalín sem Davíð Sigurgeirsson stjórnar. Davíð er gítarleikari, mikill tónlistarsnillingur og unnusti Jóhönnu Guðrúnar söngkonu. Við sömdum lagið Gray saman við textann minn og hann útsetti það síðan. Davíð hvatti mig áfram og það er honum að þakka að þetta lag er núna að líta dagsins ljós. Við fluttum það fyrst á vortónleikum kórsins en þá allt í einu var ég farinn að opna mig fyrir fullum sal af fólki. Það var ekki auðvelt því textinn er mjög persónulegur. Lagið fjallar um erfitt og tilfinningaþrungið tímabil í lífi mínu sem mér fannst þungbært að tala um. Í dag er ég kominn á allt annan og betri stað í lífinu,“ segir Bjarki og bætir við að textinn segi frá fólki sem hefur verið flokkað inn á eitthvert grátt svæði af samborgurum.Þátttakendur í The Voice í fyrra. Hjörtur Traustason, Elísabet Ormslev og Bjarki Lárusson.Öðruvísi strákur Bjarki segist alltaf hafa litið á sig sem manneskju fyrst og fremst. „Það var öðruvísi en aðrir upplifðu mig. Ég hef alltaf verið stelpustrákur. Ég lék mér með stelpum og að stelpudóti. Ég á tvíburabróður sem er algjör strákur, spilar fótbolta og þess háttar. Þetta var ekki vandamál á meðan ég var í leikskóla, þar var fólk ekki flokkað eftir útliti og ég lék bæði við stráka og stelpur. Þegar ég byrjaði í grunnskóla breyttist líf mitt. Þá varð ég strax frekar vinur stelpnanna. Ég var spurður mörgum sinnum á dag hvort ég væri stelpa eða strákur. Sem betur fer á ég yndislega foreldra og systkini sem hafa alltaf tekið mér eins og ég er. Fjölskyldan hefur veitt mér ómældan stuðning. Ég fann aldrei fyrir því hjá foreldrum mínum að ég væri eitthvað öðruvísi en aðrir og þess vegna upplifði ég mig ekki þannig. Ég átti líka yndislega bekkjarfélaga í skóla sem vörðu mig af öllu afli fyrir eineltistilburðum annarra. Þau stóðu alltaf með mér þegar ráðist var á mig. Á tímabili safnaði ég hári og þá hófst eineltið á fullu, sérstaklega í sjötta og sjöunda bekk. Ég var saklaus manneskja, uppalin í vernduðu umhverfi og það kom mjög flatt upp á mig hvers vegna fólk væri alltaf að spá í útlit mitt,“ segir Bjarki og segist hafa byrjað að brotna niður þegar hann komst á unglingsárin.Bless helvíti „Ætli ég hafi ekki farið að átta mig á því að ég var öðruvísi. Ég klippti hárið stutt og reyndi að vera eins strákalegur og ég mögulega gat. Ég vildi segja bless við þetta helvíti að vera alltaf spurður svona fáránlegra spurninga. Þetta hætti ekki fyrr en ég fór í menntaskóla og fór aðeins að þroskast, en ég var sannarlega ekki sáttur við sjálfan mig. Ég breyttist í eitthvað sem ég var engan veginn. Ég byrjaði í MR og átti skemmtilegan tíma þar, tók þátt í söngkeppni og eignaðist yndislega vini. Það var helst á böllum á vegum skólans að einhverjir snillingar fundu sig knúna til að spyrja hvort ég væri hommi. Ef ég hefði ekki eignast vandaða og góða vini væri ég miklu meira brotinn maður en ég er,“ segir Bjarki og bætir við að orðið hommi hafi farið virkilega illa í hann. „Þótt ég viti það sjálfur og allir í kringum mig að ég sé samkynhneigður hef ég átt erfitt með að horfast í augu við það. Mér finnst óþægilegt að vera flokkaður í eitthvert hólf, hvort sem það er eftir trú, þjóðerni eða kynhneigð. Ég spyr í laginu mínu af hverju það sé ekki nóg að vera bara góð og heiðarleg manneskja?“Tvíburabræðurnir Bjarki og Dagur.Góður tvíburabróðir Þar sem Bjarki er tvíburi var hann spurður hvort þeim bræðrum hefði þótt skrítið að annar væri samkynhneigður. „Mér hefur alltaf þótt það skrítið,“ svarar hann. Við höfum samt aldrei rætt það. Ég hef rætt þetta við eldri systkini mín og foreldra en aldrei við Dag, tvíburabróður minn. Hann hefur hins vegar rætt þetta við foreldra okkar og þau svo rætt það við mig. Við höfum samt alltaf verið mjög góðir vinir. Vorum bestu vinir sem smábörn. Auðvitað hefur komið fyrir að við rífumst en ætli það eigi ekki við um alla bræður. Dagur er að stíga sín fyrstu skref í að syngja og ætlar að taka þátt í The Voice núna en það gerði ég í fyrra,“ segir Bjarki en honum gekk mjög vel í keppninni og fékk alla dómara til að snúa stólum sínum þegar hann söng.“Martröðin hefst Bjarki segist vera hvatvís og greindur með athyglisbrest. „Þegar fyrstu önn var lokið í MR langaði mig allt í einu að verða tannlæknir. Ég var í máladeild og langaði að skipta yfir á aðra braut. Kerfið leyfði það ekki og ég hefði þurft að byrja upp á nýtt. Ég færði mig því yfir í MH og var mjög ánægður með þá ákvörðun. Vorið 2015 breyttist hins vegar líf mitt. Allt fór niður á við. Eiginlega byrjaði niðurbrotið 2014 þegar ég fór að kanna samfélag samkynhneigðra á netinu, svona stefnumótasíðu. Ég uppgötvaði mér til sárra vonbrigða að innan þess samfélags voru hrikalega miklir fordómar. Þar er harður heimur útlitsdýrkenda. Ég fékk að heyra á hverjum degi að ég væri of feitur, ljótur og ekki nægilega þetta eða nægilega hitt. Það á auðvitað ekki við um alla en inn á milli eru þarna ótrúlega bitrir einstaklingar sem láta ýmislegt ljótt flakka,“ segir Bjarki.„Ég gerði allt á tímabili til að vera strákalegur,“ segir Bjarki.„Ég fór að upplifa mig sem furðuveru sem passaði ekki í neinn af þeim kössum sem fólk í öðrum kössum býr til. Mest af öllu fann ég fyrir höfnun í samfélagi samkynhneigðra. Ég brotnaði algjörlega niður og allt líf mitt sem ég hafði verið að byggja upp frá því í skóla hrundi. Mér leið hræðilega og skammast mín ekkert fyrir að segja frá því. Ég hef lengi verið með kvíða og félagsfælni þótt ég finni ekki fyrir því á sviði þegar ég er að syngja. Þetta var svo alvarlegt brot á sálinni að ég var kominn með sjálfsvígshugsanir,“ segir Bjarki. „Ég þakka Davíð og kórnum fyrir að ég reis upp aftur auk geðlæknis sem ég leitaði til. Mig langaði bara á tímabili að liggja uppi í rúmi, stara upp í loftið eða breiða yfir haus og gráta. Ég gat ekki stundað námið í MH og hætti. Ég skrifaði textann við lagið The Gray á þessum tíma,“ segir Bjarki.Leitin að hamingjunni Bjarki hóf ungur söngnám í Sönglist hjá Erlu Rut Harðardóttur og Ragnheiði Hall. Þegar hann var í tíunda bekk var gefið út lag eftir Frikka Dór sem Bjarki söng sem heitir Bara þú. Hann tók einnig þátt í Samfés og fleiri söngkeppnum bæði í grunn- og framhaldsskóla. Honum var síðan boðið að taka þátt í The Voice sem hann segir að hafi verið einstaklega skemmtilegt og hafi komið á réttum tíma. „Þetta var besti tími lífs míns,“ segir hann. Bjarki hefur einnig verið í söngnámi hjá Margréti Eiri en hún setti upp söngleik með Gospelkórnum. Þar fór Bjarki með hlutverk Jesú. „Allt í einu fékk ég áhuga á að verða hársnyrtir og byrjaði í Iðnskólanum,“ segir hann. „Þar hef ég kynnst frábæru fólki og nú er ég kominn með samning við æðislega stofu, Eplið í Borgartúni. Ég er aftur farinn að safna hári og er mjög ánægður með það. Ég er hættur að hlusta á fólk þegar það spyr hvort ég sé stelpa eða strákur. Svona er ég og fólk verður bara að sætta sig við það.“ Þegar hann er spurður hvort hann hafi fundið hamingjuna á ný, svarar hann: „Nei, en ég er á leiðinni þangað. Mig langar líka að finna ástina en ég hef ekki fundið hana enn. Það eina sem ég hugsa um núna er að halda áfram að syngja og mig langar að ná langt á því sviði. Ég þarf að ná sátt við sjálfan mig og finna sjálfsöryggi aftur. Mariah Carey er uppáhaldssöngkonan mín og hún syngur lagið Make It Happen. Þau orð eru markmið mitt í lífinu.“ Mest lesið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Tónlist Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Lífið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Bíó og sjónvarp Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Sjá meira
Bjarki Lárusson er 21 árs tvíburi, nemi í hársnyrtingu, söngvari og lagahöfundur. Hann samdi lag um líðan sína þegar hann brotnaði niður andlega eftir margra ára einelti. Lagið sem nefnist The Gray kemur út á næstu dögum. Bjarki þráir að finna hamingjuna í lífinu og ekki síður ástina. Bjarki er á fullu að semja tónlist. „Ég er í Gospelkór Jóns Vídalín sem Davíð Sigurgeirsson stjórnar. Davíð er gítarleikari, mikill tónlistarsnillingur og unnusti Jóhönnu Guðrúnar söngkonu. Við sömdum lagið Gray saman við textann minn og hann útsetti það síðan. Davíð hvatti mig áfram og það er honum að þakka að þetta lag er núna að líta dagsins ljós. Við fluttum það fyrst á vortónleikum kórsins en þá allt í einu var ég farinn að opna mig fyrir fullum sal af fólki. Það var ekki auðvelt því textinn er mjög persónulegur. Lagið fjallar um erfitt og tilfinningaþrungið tímabil í lífi mínu sem mér fannst þungbært að tala um. Í dag er ég kominn á allt annan og betri stað í lífinu,“ segir Bjarki og bætir við að textinn segi frá fólki sem hefur verið flokkað inn á eitthvert grátt svæði af samborgurum.Þátttakendur í The Voice í fyrra. Hjörtur Traustason, Elísabet Ormslev og Bjarki Lárusson.Öðruvísi strákur Bjarki segist alltaf hafa litið á sig sem manneskju fyrst og fremst. „Það var öðruvísi en aðrir upplifðu mig. Ég hef alltaf verið stelpustrákur. Ég lék mér með stelpum og að stelpudóti. Ég á tvíburabróður sem er algjör strákur, spilar fótbolta og þess háttar. Þetta var ekki vandamál á meðan ég var í leikskóla, þar var fólk ekki flokkað eftir útliti og ég lék bæði við stráka og stelpur. Þegar ég byrjaði í grunnskóla breyttist líf mitt. Þá varð ég strax frekar vinur stelpnanna. Ég var spurður mörgum sinnum á dag hvort ég væri stelpa eða strákur. Sem betur fer á ég yndislega foreldra og systkini sem hafa alltaf tekið mér eins og ég er. Fjölskyldan hefur veitt mér ómældan stuðning. Ég fann aldrei fyrir því hjá foreldrum mínum að ég væri eitthvað öðruvísi en aðrir og þess vegna upplifði ég mig ekki þannig. Ég átti líka yndislega bekkjarfélaga í skóla sem vörðu mig af öllu afli fyrir eineltistilburðum annarra. Þau stóðu alltaf með mér þegar ráðist var á mig. Á tímabili safnaði ég hári og þá hófst eineltið á fullu, sérstaklega í sjötta og sjöunda bekk. Ég var saklaus manneskja, uppalin í vernduðu umhverfi og það kom mjög flatt upp á mig hvers vegna fólk væri alltaf að spá í útlit mitt,“ segir Bjarki og segist hafa byrjað að brotna niður þegar hann komst á unglingsárin.Bless helvíti „Ætli ég hafi ekki farið að átta mig á því að ég var öðruvísi. Ég klippti hárið stutt og reyndi að vera eins strákalegur og ég mögulega gat. Ég vildi segja bless við þetta helvíti að vera alltaf spurður svona fáránlegra spurninga. Þetta hætti ekki fyrr en ég fór í menntaskóla og fór aðeins að þroskast, en ég var sannarlega ekki sáttur við sjálfan mig. Ég breyttist í eitthvað sem ég var engan veginn. Ég byrjaði í MR og átti skemmtilegan tíma þar, tók þátt í söngkeppni og eignaðist yndislega vini. Það var helst á böllum á vegum skólans að einhverjir snillingar fundu sig knúna til að spyrja hvort ég væri hommi. Ef ég hefði ekki eignast vandaða og góða vini væri ég miklu meira brotinn maður en ég er,“ segir Bjarki og bætir við að orðið hommi hafi farið virkilega illa í hann. „Þótt ég viti það sjálfur og allir í kringum mig að ég sé samkynhneigður hef ég átt erfitt með að horfast í augu við það. Mér finnst óþægilegt að vera flokkaður í eitthvert hólf, hvort sem það er eftir trú, þjóðerni eða kynhneigð. Ég spyr í laginu mínu af hverju það sé ekki nóg að vera bara góð og heiðarleg manneskja?“Tvíburabræðurnir Bjarki og Dagur.Góður tvíburabróðir Þar sem Bjarki er tvíburi var hann spurður hvort þeim bræðrum hefði þótt skrítið að annar væri samkynhneigður. „Mér hefur alltaf þótt það skrítið,“ svarar hann. Við höfum samt aldrei rætt það. Ég hef rætt þetta við eldri systkini mín og foreldra en aldrei við Dag, tvíburabróður minn. Hann hefur hins vegar rætt þetta við foreldra okkar og þau svo rætt það við mig. Við höfum samt alltaf verið mjög góðir vinir. Vorum bestu vinir sem smábörn. Auðvitað hefur komið fyrir að við rífumst en ætli það eigi ekki við um alla bræður. Dagur er að stíga sín fyrstu skref í að syngja og ætlar að taka þátt í The Voice núna en það gerði ég í fyrra,“ segir Bjarki en honum gekk mjög vel í keppninni og fékk alla dómara til að snúa stólum sínum þegar hann söng.“Martröðin hefst Bjarki segist vera hvatvís og greindur með athyglisbrest. „Þegar fyrstu önn var lokið í MR langaði mig allt í einu að verða tannlæknir. Ég var í máladeild og langaði að skipta yfir á aðra braut. Kerfið leyfði það ekki og ég hefði þurft að byrja upp á nýtt. Ég færði mig því yfir í MH og var mjög ánægður með þá ákvörðun. Vorið 2015 breyttist hins vegar líf mitt. Allt fór niður á við. Eiginlega byrjaði niðurbrotið 2014 þegar ég fór að kanna samfélag samkynhneigðra á netinu, svona stefnumótasíðu. Ég uppgötvaði mér til sárra vonbrigða að innan þess samfélags voru hrikalega miklir fordómar. Þar er harður heimur útlitsdýrkenda. Ég fékk að heyra á hverjum degi að ég væri of feitur, ljótur og ekki nægilega þetta eða nægilega hitt. Það á auðvitað ekki við um alla en inn á milli eru þarna ótrúlega bitrir einstaklingar sem láta ýmislegt ljótt flakka,“ segir Bjarki.„Ég gerði allt á tímabili til að vera strákalegur,“ segir Bjarki.„Ég fór að upplifa mig sem furðuveru sem passaði ekki í neinn af þeim kössum sem fólk í öðrum kössum býr til. Mest af öllu fann ég fyrir höfnun í samfélagi samkynhneigðra. Ég brotnaði algjörlega niður og allt líf mitt sem ég hafði verið að byggja upp frá því í skóla hrundi. Mér leið hræðilega og skammast mín ekkert fyrir að segja frá því. Ég hef lengi verið með kvíða og félagsfælni þótt ég finni ekki fyrir því á sviði þegar ég er að syngja. Þetta var svo alvarlegt brot á sálinni að ég var kominn með sjálfsvígshugsanir,“ segir Bjarki. „Ég þakka Davíð og kórnum fyrir að ég reis upp aftur auk geðlæknis sem ég leitaði til. Mig langaði bara á tímabili að liggja uppi í rúmi, stara upp í loftið eða breiða yfir haus og gráta. Ég gat ekki stundað námið í MH og hætti. Ég skrifaði textann við lagið The Gray á þessum tíma,“ segir Bjarki.Leitin að hamingjunni Bjarki hóf ungur söngnám í Sönglist hjá Erlu Rut Harðardóttur og Ragnheiði Hall. Þegar hann var í tíunda bekk var gefið út lag eftir Frikka Dór sem Bjarki söng sem heitir Bara þú. Hann tók einnig þátt í Samfés og fleiri söngkeppnum bæði í grunn- og framhaldsskóla. Honum var síðan boðið að taka þátt í The Voice sem hann segir að hafi verið einstaklega skemmtilegt og hafi komið á réttum tíma. „Þetta var besti tími lífs míns,“ segir hann. Bjarki hefur einnig verið í söngnámi hjá Margréti Eiri en hún setti upp söngleik með Gospelkórnum. Þar fór Bjarki með hlutverk Jesú. „Allt í einu fékk ég áhuga á að verða hársnyrtir og byrjaði í Iðnskólanum,“ segir hann. „Þar hef ég kynnst frábæru fólki og nú er ég kominn með samning við æðislega stofu, Eplið í Borgartúni. Ég er aftur farinn að safna hári og er mjög ánægður með það. Ég er hættur að hlusta á fólk þegar það spyr hvort ég sé stelpa eða strákur. Svona er ég og fólk verður bara að sætta sig við það.“ Þegar hann er spurður hvort hann hafi fundið hamingjuna á ný, svarar hann: „Nei, en ég er á leiðinni þangað. Mig langar líka að finna ástina en ég hef ekki fundið hana enn. Það eina sem ég hugsa um núna er að halda áfram að syngja og mig langar að ná langt á því sviði. Ég þarf að ná sátt við sjálfan mig og finna sjálfsöryggi aftur. Mariah Carey er uppáhaldssöngkonan mín og hún syngur lagið Make It Happen. Þau orð eru markmið mitt í lífinu.“
Mest lesið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Tónlist Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Lífið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Bíó og sjónvarp Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Sjá meira