Lífið

Afmyndaðir frambjóðendur Samfylkingarinnar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Eva Baldursdóttir skartar nýju útliti á lokametrum kosningabaráttunnar.
Eva Baldursdóttir skartar nýju útliti á lokametrum kosningabaráttunnar. skjáskot
Á komandi vikum munu fulltrúar allra flokka sem bjóða fram til Alþingis deila með sér Snapchat-reikningi fréttastofu 365. Þar geta áhorfendur fylgst með því sem á daga þeirra drífur á lokametrum kosningabaráttunnar.

Það eina sem þarf að gera er að bæta við reikningnum stod2frettir og þannig má sjá þær myndir og myndbrot sem frambjóðendurnar hlaða upp.

Það eru flokksmenn Samfylkingarinnar sem halda um Snapchatið í dag. Flokkurinn er á kafi í kosningabaráttu og hefur verið að mælast með um 6 til 8 prósent í könnunum. 

Til að fylgjast með ævintýrum þeirra þarf sem fyrr segir einungis að bæta við stod2frettir eða beina myndavél símans, þegar kveikt er á Snapchat, að gula merkinu hér að neðan.

Þá mætir fulltrúi flokksins í beina útsendingu á Vísi klukkan 13:30 í dag. Lesendur geta sent inn spurningar til frambjóðenda á Facebook-síðu Vísis. Hana má nálgast með því að smella hér.

Flokkunum hefur öllum verið boðið að nýta sér aðgang fréttastofunnar. Með því að kveikja á Snapchat og beina myndavélinni að gula reitnum geturðu bætt við Kvöldfréttum Stöðvar 2 með einföldum hætti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×