Fótbolti

Kjartan Henry aðalmaðurinn í góðum heimasigri Horsens í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason í baráttu við landa sinn Björn Daníel Sverrisson.
Kjartan Henry Finnbogason í baráttu við landa sinn Björn Daníel Sverrisson. Vísir/Getty
Kjartan Henry Finnbogason skoraði var í aðalhlutverki hjá Horsens í 3-0 sigri á AaB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Kjartan Henry skoraði fyrsta markið og lagði síðan upp mark númer tvö fyrir félaga sinn í framlínunni.

Íslenski framherjinn hefur nú skorað sex mörk og lagt upp önnur tvö í 20 leikjum með Horsens í dönsku deildinni á þessu tímabili.

Þetta var langþráður sigur hjá Horsens-liðinu sem hafði tapað þremur leikjum í röð og ekki unnið síðan 18. nóvember.

Horsens er nú í sjöunda sæti dönsku deildarinnar með 27 stig úr 21 leik. Liðið er tveimur stigum á eftir SönderjyskE sem er eins og er í sjötta og síðasta sætinu sem gefur sæti í úrslitakeppninni um danska titilinn.

Kjartan Henry skoraði fyrsta markið strax á áttundu mínútu en leikmenn Horsens bættu síðan við tveimur m-mörkum í seinni hálfleiknum.

Kjartan Henry lét ekki mark nægja í kvöld því hann lagði einnig upp skallamark fyrir Kim Aabech á 51. mínútu.

Kjartan Henry var síðan tekin af velli á 79. mínútu þegar staðan var orðin 3-0 og öruggur sigur í höfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×