Hvaða flokkur er fyrir okkur? Katrín Kristjana Hjartardóttir skrifar 1. apríl 2016 10:59 Sumir segja að við unga fólkið munum ráða úrslitum í næstu kosningum. Kjörsókn okkar hefur verið hvað minnst. Er það áhugaleysi okkar sem ræður því? Svo sannarlega ekki miðað við umræðu og atburði seinustu daga. Sagt er að við unga fólkið viljum öll það sama: Áfengi í búðir, afglæpavæðingu fíkniefna, frítt nám og allt sem ungum hugum getur dreymt um. Eða hvað er það sem við viljum? Kannski, en tala ég fyrir sjálfa mig þegar ég segi að ekkert af þessum atriðum er á mínum topp tíu lista af því sem hér á Íslandi þarf að gera til þess að ég velji að lifa hér og stofna mitt heimili. Ég tek það þó fram að í hinum fullkomna heimi eru ofangreind atriði sjálfsagðir hlutir í frjálslyndu og sanngjörnu þjóðfélagi. Í október 2008 var ég átján ára gömul og frammi fyrir mér blasti ekki fögur sjón. Hér var manneskja að fóta sig og að móta framtíðarplön. En hvað veit maður í rauninni 18 ára gamall? Eitt vissi ég að til að hafa áhrif og laga það ástand sem hér var þá þyrfti að taka þátt, vera með, mæta á fundi og þá fyrst og fremst finna sér stjórnmálaflokk með líkar hugsanir og mínar, sem setti mína hagsmuna fram yfir þá sérhagsmuni sem samfélag á aldrei að lúta fyrir. Ég taldi mig þurfa að aðlaga mig að flokki sem hér væri nú þegar til, því ekki datt mér það í hug á þeim tíma að hægt væri að búa til nýjan flokk, það var einfaldlega of fjarlægur draumur, svona eins og þessi að stinga af og búa í strandkofa á Hawaii, en viti menn þetta er bæði framkvæmanlegt. Ég mun ekki greina fyrir hvað flokkar landsins standa því það ætti að vera augljóst miðað við þau málefni og hagsmuni sem hafa verið sett í forgang á þessu kjörtímabili. Mér finnst að hér á Íslandi ráði fyrst og fremst hagsmunir sjávarútvegs og landbúnaðar og hafa alltaf gert á meðan núverandi stjórnarflokkar eru við völd. Í sérstöku sumarþingi eftir Alþingiskosningar 2013 var eitt af því fyrsta sem tekið var upp veiðigjöld og stóð sú umræða í rúmar 22 klukkustundir. Eftir fjögurra ára vinstristjórn, með skattkerfi í molum og búið að skera niður á allar grunnstoðir samfélagsins, þá var tímabært að huga að sjávarútveginum. Hér vil ég taka fram að ég geri mér fulla grein fyrir hvað sjávarútvegurinn hefur gert fyrir okkar land og fyrir það er ég þakklát. Sjálf er ég ættuð að vestan, hafið tók afa minn langt um aldur fram og starfaði pabbi minn vel og lengi á sjó. En það er langt úr raunveruleikanum að bera þann sjávarútveg sem við þekkjum í dag við það sem var. Hvað landbúnaðinn varðar þá skil ég enn ekki þau rök að styrkja eina atvinnugrein um 15 milljarða á ári síðastliðin 60 ár umfram aðra því hún stendur ekki undir sér sjálf. Bændur í flestum ríkjum heims reka sjálfir sinn búskap og gengur vel upp sýnist mér. Ég spyr því hvaða flokkur er að vinna heilshugar fyrir okkur unga fólkið? • Okkur sem viljum kaupa okkur íbúð án þess að vera okkur ofviða um það eitt að lesa okkur til um verðtrygginguna og þegar við gerum okkur grein fyrir stöðunni sem fylgir hini umtöluðu verðtryggingu, að eignarmyndun á húsnæði er jafn fjarlægur og þessi með strandkofann á ströndinni. • Okkur sem vitum að það að eignast barn eru forréttindi sem krefst mikils baklands, því leikskólapláss er svipað og víkingalottóið, hvað þá með þá mánuði sem standa út sem dagmömmur grípa inn í. • Okkur sem sjáum ekki atvinnumöguleika í stóriðju þ.e sem treystum á hæfni fram yfir sérhagsmuni. • Okkur sem finnst að menntun er allra, menntun sem óháð er efnahag, samkeppnishæf um allan heim. • Okkur sem vilja treysta á opna stjórnsýslu, hagrænan rekstur hjá hinu opinbera. • Okkur sem viljum vera tengd við löndin í kring, að geta haft aðgang að því námi sem nágrannaþjóðir okkar hafa og stundað frjáls viðskipti líkt og okkar nágrannalönd gera. • En fyrst og fremst okkur sem neytendur í íslensku samfélagi. Við höfum tækifæri á fjögurra ára fresti að taka þátt og hafa áhrif. Ætlum við því að endurtaka söguna eða hleypa nýjum og ferskum anda inn? Jafnvel nýju stjórnmálaafli sem setur almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Sjálf hef ég fundið mér hljómgrunn meðal Viðreisnar, nýs frjálslynds stjórnmálaafls sem hefur staðið fyrir mörgum málefnafundum að undanförnu, haldið opna stefnumótunarfundi þar sem raddir allra fá að heyrast og stefna út fyrir höfuðborgina á næstunni. Fyrir mitt leyti langar mig að hætta að endurtaka söguna, hafa áhrif og gera breytingar í landinu mínu sem gagnast okkur unga fólkinu. Þannig getum við tryggt að tækifærin og lífskjörin standist samanburð við önnur lönd. Aðeins róttækar breytingar á núverandi ástandi í landinu okkar tryggja að við unga fólkið viljum búa hér áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sumir segja að við unga fólkið munum ráða úrslitum í næstu kosningum. Kjörsókn okkar hefur verið hvað minnst. Er það áhugaleysi okkar sem ræður því? Svo sannarlega ekki miðað við umræðu og atburði seinustu daga. Sagt er að við unga fólkið viljum öll það sama: Áfengi í búðir, afglæpavæðingu fíkniefna, frítt nám og allt sem ungum hugum getur dreymt um. Eða hvað er það sem við viljum? Kannski, en tala ég fyrir sjálfa mig þegar ég segi að ekkert af þessum atriðum er á mínum topp tíu lista af því sem hér á Íslandi þarf að gera til þess að ég velji að lifa hér og stofna mitt heimili. Ég tek það þó fram að í hinum fullkomna heimi eru ofangreind atriði sjálfsagðir hlutir í frjálslyndu og sanngjörnu þjóðfélagi. Í október 2008 var ég átján ára gömul og frammi fyrir mér blasti ekki fögur sjón. Hér var manneskja að fóta sig og að móta framtíðarplön. En hvað veit maður í rauninni 18 ára gamall? Eitt vissi ég að til að hafa áhrif og laga það ástand sem hér var þá þyrfti að taka þátt, vera með, mæta á fundi og þá fyrst og fremst finna sér stjórnmálaflokk með líkar hugsanir og mínar, sem setti mína hagsmuna fram yfir þá sérhagsmuni sem samfélag á aldrei að lúta fyrir. Ég taldi mig þurfa að aðlaga mig að flokki sem hér væri nú þegar til, því ekki datt mér það í hug á þeim tíma að hægt væri að búa til nýjan flokk, það var einfaldlega of fjarlægur draumur, svona eins og þessi að stinga af og búa í strandkofa á Hawaii, en viti menn þetta er bæði framkvæmanlegt. Ég mun ekki greina fyrir hvað flokkar landsins standa því það ætti að vera augljóst miðað við þau málefni og hagsmuni sem hafa verið sett í forgang á þessu kjörtímabili. Mér finnst að hér á Íslandi ráði fyrst og fremst hagsmunir sjávarútvegs og landbúnaðar og hafa alltaf gert á meðan núverandi stjórnarflokkar eru við völd. Í sérstöku sumarþingi eftir Alþingiskosningar 2013 var eitt af því fyrsta sem tekið var upp veiðigjöld og stóð sú umræða í rúmar 22 klukkustundir. Eftir fjögurra ára vinstristjórn, með skattkerfi í molum og búið að skera niður á allar grunnstoðir samfélagsins, þá var tímabært að huga að sjávarútveginum. Hér vil ég taka fram að ég geri mér fulla grein fyrir hvað sjávarútvegurinn hefur gert fyrir okkar land og fyrir það er ég þakklát. Sjálf er ég ættuð að vestan, hafið tók afa minn langt um aldur fram og starfaði pabbi minn vel og lengi á sjó. En það er langt úr raunveruleikanum að bera þann sjávarútveg sem við þekkjum í dag við það sem var. Hvað landbúnaðinn varðar þá skil ég enn ekki þau rök að styrkja eina atvinnugrein um 15 milljarða á ári síðastliðin 60 ár umfram aðra því hún stendur ekki undir sér sjálf. Bændur í flestum ríkjum heims reka sjálfir sinn búskap og gengur vel upp sýnist mér. Ég spyr því hvaða flokkur er að vinna heilshugar fyrir okkur unga fólkið? • Okkur sem viljum kaupa okkur íbúð án þess að vera okkur ofviða um það eitt að lesa okkur til um verðtrygginguna og þegar við gerum okkur grein fyrir stöðunni sem fylgir hini umtöluðu verðtryggingu, að eignarmyndun á húsnæði er jafn fjarlægur og þessi með strandkofann á ströndinni. • Okkur sem vitum að það að eignast barn eru forréttindi sem krefst mikils baklands, því leikskólapláss er svipað og víkingalottóið, hvað þá með þá mánuði sem standa út sem dagmömmur grípa inn í. • Okkur sem sjáum ekki atvinnumöguleika í stóriðju þ.e sem treystum á hæfni fram yfir sérhagsmuni. • Okkur sem finnst að menntun er allra, menntun sem óháð er efnahag, samkeppnishæf um allan heim. • Okkur sem vilja treysta á opna stjórnsýslu, hagrænan rekstur hjá hinu opinbera. • Okkur sem viljum vera tengd við löndin í kring, að geta haft aðgang að því námi sem nágrannaþjóðir okkar hafa og stundað frjáls viðskipti líkt og okkar nágrannalönd gera. • En fyrst og fremst okkur sem neytendur í íslensku samfélagi. Við höfum tækifæri á fjögurra ára fresti að taka þátt og hafa áhrif. Ætlum við því að endurtaka söguna eða hleypa nýjum og ferskum anda inn? Jafnvel nýju stjórnmálaafli sem setur almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Sjálf hef ég fundið mér hljómgrunn meðal Viðreisnar, nýs frjálslynds stjórnmálaafls sem hefur staðið fyrir mörgum málefnafundum að undanförnu, haldið opna stefnumótunarfundi þar sem raddir allra fá að heyrast og stefna út fyrir höfuðborgina á næstunni. Fyrir mitt leyti langar mig að hætta að endurtaka söguna, hafa áhrif og gera breytingar í landinu mínu sem gagnast okkur unga fólkinu. Þannig getum við tryggt að tækifærin og lífskjörin standist samanburð við önnur lönd. Aðeins róttækar breytingar á núverandi ástandi í landinu okkar tryggja að við unga fólkið viljum búa hér áfram.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun