Spyr hvort hann þurfi að skilja við eiginkonuna til að geta tekið þátt í stjórnmálum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. apríl 2016 19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Ernir „Mér fannst síðasti viðmælandi ykkar, Árni Páll, leggjast heldur lágt þegar hann datt í þessa frasanotkun sem nú er svo einkennandi fyrir hans flokk, líklega vegna þess að það skortir pólitík eða stefnu, þá er frösunum bara raðað saman,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Sigmundur vísar með orðum sínum í umræðu um Wintris Inc, aflandsfélag eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, sem staðsett er á Bresku Jómfrúreyjunum. Hann hefur áður sagt, og ítrekaði það í viðtalinu í Reykjavík síðdegis, að hann hefði ekki gert neitt rangt. „Ætlast þessi þingmaður [Árni Páll Árnason] að ég skilji við konuna mína svo ég geti tekið þátt í stjórnmálum? Og hvar eiga mörkin að liggja? Hversu marga tugi milljóna mega stjórnmálamenn hafa fengið í sérstakar ráðgjafagreiðslur án þess að þeir teljist ekki lengur deila kjörum með þjóð sinni,“ sagði Sigmundur. Hann sagðist undrandi yfir orðum Árna Páls. Þau séu ómakleg enda hafi hann ekki farið í stjórnmál til þess að hafa af þeim gott kaup „Ég fór í pólitík því ég hafði algjöra sannfæringu í ákveðnum málum. Sannfæringu á því hvað þyrfti að gera til að koma þjóðinni og samfélaginu á réttan kjöl,“ sagði Sigmundur.Engin aðstoð, segir Sigmundur „Fyrst að koma í veg fyrir að það yrðu settar kröfur á íslenska skattgreiðendur til þess að borga út kröfuhafana. Síðan barðist ég fyrir því að ganga lengra. Taka pening sem fyrrnefndur Árni Páll Árnason minnti alltaf á að væru lögvarðar eignir kröfuhafanna, taka sem mesta peninga af þessum kröfuhöfum til þess að koma til móts við fólkið sem hafði gleymst, fólkið sem skuldaði og til þess að koma á efnahagslegum stöðugleika og verja lífskjör í landinu.“ Sigmundur sagði Árna Pál og stjórnarandstöðuna hafa lítið annað gert en að þvælast fyrir, meðal annars með aðstoð almannatengla og vogunarsjóðanna. „Ég fékk enga hjálp við þetta frá Árna Páli Árnasyni eða stjórnarandstöðunni núna. Þau þvældust fyrir í hverju skrefi með hjálp PR leiðtoga, vogunarsjóðanna sem allir meira og minna eru nátengdir Samfylkingunni og svo leyfir þetta fólk sér að koma núna og halda því fram að það sé eitthvað grunsamlegt við það að ég hafi verið tilbúinn til að fórna miklu af eignum eiginkonu minnar til að bjarga þessu samfélagi.“Hlusta má á viðtalið við Sigmund í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Þetta tiltekna mál sem fjallað er um hefst á 12 mínútu. Tengdar fréttir Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
„Mér fannst síðasti viðmælandi ykkar, Árni Páll, leggjast heldur lágt þegar hann datt í þessa frasanotkun sem nú er svo einkennandi fyrir hans flokk, líklega vegna þess að það skortir pólitík eða stefnu, þá er frösunum bara raðað saman,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Sigmundur vísar með orðum sínum í umræðu um Wintris Inc, aflandsfélag eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, sem staðsett er á Bresku Jómfrúreyjunum. Hann hefur áður sagt, og ítrekaði það í viðtalinu í Reykjavík síðdegis, að hann hefði ekki gert neitt rangt. „Ætlast þessi þingmaður [Árni Páll Árnason] að ég skilji við konuna mína svo ég geti tekið þátt í stjórnmálum? Og hvar eiga mörkin að liggja? Hversu marga tugi milljóna mega stjórnmálamenn hafa fengið í sérstakar ráðgjafagreiðslur án þess að þeir teljist ekki lengur deila kjörum með þjóð sinni,“ sagði Sigmundur. Hann sagðist undrandi yfir orðum Árna Páls. Þau séu ómakleg enda hafi hann ekki farið í stjórnmál til þess að hafa af þeim gott kaup „Ég fór í pólitík því ég hafði algjöra sannfæringu í ákveðnum málum. Sannfæringu á því hvað þyrfti að gera til að koma þjóðinni og samfélaginu á réttan kjöl,“ sagði Sigmundur.Engin aðstoð, segir Sigmundur „Fyrst að koma í veg fyrir að það yrðu settar kröfur á íslenska skattgreiðendur til þess að borga út kröfuhafana. Síðan barðist ég fyrir því að ganga lengra. Taka pening sem fyrrnefndur Árni Páll Árnason minnti alltaf á að væru lögvarðar eignir kröfuhafanna, taka sem mesta peninga af þessum kröfuhöfum til þess að koma til móts við fólkið sem hafði gleymst, fólkið sem skuldaði og til þess að koma á efnahagslegum stöðugleika og verja lífskjör í landinu.“ Sigmundur sagði Árna Pál og stjórnarandstöðuna hafa lítið annað gert en að þvælast fyrir, meðal annars með aðstoð almannatengla og vogunarsjóðanna. „Ég fékk enga hjálp við þetta frá Árna Páli Árnasyni eða stjórnarandstöðunni núna. Þau þvældust fyrir í hverju skrefi með hjálp PR leiðtoga, vogunarsjóðanna sem allir meira og minna eru nátengdir Samfylkingunni og svo leyfir þetta fólk sér að koma núna og halda því fram að það sé eitthvað grunsamlegt við það að ég hafi verið tilbúinn til að fórna miklu af eignum eiginkonu minnar til að bjarga þessu samfélagi.“Hlusta má á viðtalið við Sigmund í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Þetta tiltekna mál sem fjallað er um hefst á 12 mínútu.
Tengdar fréttir Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41
Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30
Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00