Erlent

Vörubílstjóri fær tíu ára dóm: Banaði fjórum þar sem hann fiktaði í símanum undir stýri

Atli Ísleifsson skrifar
Tracey Houghton lést samstundis ásamt tveimur sonum sínum – Ethan, þrettán ára, og Joshua, ellefu ára – ásamt dóttur sambýlismanns síns, hinni ellefu ára Aimee Goldsmith.
Tracey Houghton lést samstundis ásamt tveimur sonum sínum – Ethan, þrettán ára, og Joshua, ellefu ára – ásamt dóttur sambýlismanns síns, hinni ellefu ára Aimee Goldsmith.
Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt vörubílstjóra í tíu ára fangelsi fyrir að hafa ekið aftan á kyrrstæðan bíl og banað móður og þremur börnum á meðan hann var með athyglina á símanum sínum undir stýri.

BBC greinir frá því að hin 45 ára Tracey Houghton hafi látist samstundis ásamt tveimur sonum sínum – Ethan, þrettán ára, og Joshua, ellefu ára – ásamt dóttur sambýlismanns síns, hinni ellefu ára Aimee Goldsmith, þegar hinn þrítugi Tomasz Kroker ók aftan á kyrrstæðan bíl á hraðbraut í Berkshire vestur af höfuðborginni London þar sem umferð var stopp þann 10. ágúst síðastliðinn.

Að neðan má sjá myndir úr myndbandsupptöku úr vörubíl Kroker fyrir áreksturinn. Rétt er að vara við myndunum.

Dómarinn Maura McGowan sagði að athygli Kroker í umferðinni hafi verið svo lítil að hann „hefði allt eins getað verið með lokuð augun“. Væri þetta það hræðilegasta sem hún hefði nokkurn tímann séð.

Gerði vörubílinn að drápstóli

Myndbandsupptökur úr vörubíl Kroker sýna að hann var með hugann við símann sinn um kílómetra leið þar til hann klessti aftan á bíl fórnarlambanna. Hann var að fletta í tónlistarveitu í símanum þegar áreksturinn varð.

Kate Goldsmith, móðir Aimee, segir að Kroker hafi með hegðun sinni gert vörubílinn að drápstóli með því að nota síma sinn á meðan hann ók á um 80 kílómetra hraða. Áreksturinn varð á A34 veginum nærri Newbury. Hvatti hún aðra vegfarendur til að draga lærdóm af málinu og hvatti alla til að láta síma sína vera á meðan þeir sætu undir stýri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×