Erlent

Barroso braut ekki siðareglur ESB

Atli Ísleifsson skrifar
José Manuel Barroso gegndi embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar á árunum 2004 til 2014
José Manuel Barroso gegndi embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar á árunum 2004 til 2014 Vísir/AFP
Siðanefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins telur að José Manuel Barroso, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, hafi sýnt fram á ákveðinn dómgreindarbrest þegar hann réði sig til starfa hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs, eftir að hafa látið að embætti hjá sambandinu. Hann hafi þó ekki brotið neinar reglur.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu siðanefndarinnar sem hún sendi frá sér í dag.

Barroso er þó sagður með ráðningunni ekki hafa sýnt þá dómgreind sem búast megi við af manni sem gegndi þessu háa embætti hjá sambandinu sem hann gegndi í þetta mörg ár.

Barroso gegndi embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar á árunum 2004 til 2014 þegar Jean-Claude Juncker tók við embættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×