Erlent

Afgreiddi ekki krabbameinslyf

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Lyfafyrirtækið hækkaði verð á krabbameinslyfjum um 1500 prósent.
Lyfafyrirtækið hækkaði verð á krabbameinslyfjum um 1500 prósent. Vísir/Getty
Ítölsk yfirvöld hafa sektað lyfjafyrirtækið Aspen Pharmacare, sem er með bækistöðvar í S-Afríku, um nær 5,5 milljónir dollara. Lyfjafyrirtækið afgreiddi ekki lyf sem voru til á lager. Með því móti gat fyrirtækið hækkað verð lyfjanna um 1.500 prósent, eins og á lyfinu Alkaren og fleiri krabbameinslyfjum.

Á vefnum dagensmedisin.no segir að þar sem erfitt hafi verið að fá lyfið Alkaren hafi norsk sjúkrahús þurft að forgangsraða meðal sjúklinga með þeim afleiðingum að sumir hafi ekki fengið meðferð við krabbameininu sem þeir glíma við.



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×