Enski boltinn

Nær Swansea loksins að vinna leik?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er einn leikur á dagskránni í enska boltanum í kvöld er Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea sækja lið Stoke City heim.

Swansea vann fyrsta leik sinn í deildinni í vetur en hefur ekki unnið leik síðan. Stoke hefur aftur á móti ekki tapað í síðustu fjórum leikjum sínum.

Wilfried Bony hjá Stoke hefur ekki skorað í 20 leikjum í röð en hann ætlar að bæta úr því er hann mætir sínu gamla félagi í kvöld.

Swansea er í næstneðsta sæti deildarinnar enda hefur liðið ekki unnið í átta leikjum í röð. Stoke er í 17. sæti og Swansea verður aðeins stigi á eftir Stoke takist liðinu að vinna í kvöld.

Hér að ofan má sjá stutta upphitun fyrir leikinn.

Leikurinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og í kjölfarið verður Messan á dagskrá á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×