Erlent

Þúsundir Ítala höfðust við undir berum himni í nótt vegna skjálftahættu

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftinn í gær var 6,6 stig, sá öflugasti í áratugi.
Skjálftinn í gær var 6,6 stig, sá öflugasti í áratugi. Vísir/AFP
Þúsundir Ítala höfðust í nótt við undir berum himni í tjöldum eða bílum, eftir að fjórði stóri jarðskjálftinn á þremur mánuðum reið yfir miðhluta landsins í gær.

Skjálftinn í gær var 6,6 stig, sá öflugasti í áratugi og varð hann nálægt þeim stað þar sem þrjú hunduð manns fórust í ágúst síðastliðnum.

Í þetta skiptið virðist sem enginn hafi látið lífið en um tuttugu eru slasaðir og tjónið töluvert.

Öflugir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Nokkrir fornir smábæir urðu afar illa úti í skjálftanum í gær, en í ljósi þess að öflugir skjálftar riðu þar yfir í vikunni höfðu nær allir íbúanna forðað sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×