Enski boltinn

42 skot í röð án þess að skora

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zlatan svekktur eftir leikinn gegn Burnley.
Zlatan svekktur eftir leikinn gegn Burnley. vísir/getty
Svíinn Zlatan Ibrahimovic skýtur eintómum púðurskotum þessa dagana og nánar tiltekið er hann búinn að skjóta 42 púðurskotum í röð.

Zlatan hefur ekki skorað fyrir Man. Utd í sex leikjum í röð en hann hefur ekki beðið svona lengi eftir marki síðan hann lék með Inter árið 2007. Hann verður þó ekki sakaður um að reyna ekki því skotin í þessum leikjum eru orðin 42 eins og áður segir eða síðan hann skoraði gegn Man. City 10. september.

Þetta eru fleiri skottilraunir en nokkur annar leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur átt í vetur.

Í heildina hefur Zlatan skotið 57 sinnum að marki í vetur. Philippe Coutinho hjá Liverpool er næstur með 41 skot. Svo kemur Sergio Aguero, leikmaður Man. City, með 36 skot og svo Christian Eriksen hjá Spurs með 33.

Zlatan átti alls 12 skot að marki í leiknum ótrúlega gegn Burnley þar sem United var fyrirmunað að skora. Alls átti United 37 skot í þeim leik. Það mesta í leik í úrvalsdeildinni síðan leiktíðina 2003-04.

Þarf því ekki að koma á óvart að Tom Heaton, markvörður Burnley, sé búinn að verja mest allra í deildinni eða 57 skot. Næstur kemur Jordan Pickford, markvörður Sunderland, með 36 varin skot.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×