Telur að nýjar upplýsingar muni ekki breyta niðurstöðunni Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2016 09:05 Vísir/Getty Hillary Clinton er borubrött varðandi enduropnun rannsóknar Alríkislögreglu Bandaríkjanna á tölvupóstum hennar. Hún telur að frekari rannsókn muni ekki breyta fyrri niðurstöðu FBI um að ekki ætti að ákæra hana. Hún kallar eftir því að yfirmaður FBI útskýri nánar hverju nýja rannsóknin felist í. James Comey, yfirmaður FBI, segir að nýjar upplýsingar í málinu hafi litið dagsins ljós. Um er að ræða tæki og pósta frá hinum umdeilda fyrrum þingmanni Anthony Wiener. Gögnin komu í leitirnar þegar verið var rannsaka hvort að Wiener hafi sent 15 ára stúlku óviðeigandi skilaboð og pósta.AP fréttaveitan segir að Hillary Clinton og starfsfólk hennar sé æft yfir því að Comey hafi sagt frá málinu í einkar óljósu bréfi til hóps þingmanna. Nokkrir klukkutímar liðu þar til í ljós kom að um gögn frá Weiner væri að ræða. Þá hefur stofnunin ekki svarað fyrirspurnum fréttaveitunnar vegna málsins. Á blaðamannafundi í gær sagði Clinton að FBI þyrftu að útskýra málið hið snarasta. Donald Trump, mótframbjóðandi hennar til embættis forseta, stökk á málið og sagði stuðningsmönnum sínum í Iowa að það væri deginum ljósara að FBI hefði ekki opnað málið á þessum tíma ef ekki væri um „stórfellda glæpi“ að ræða. Fyrr á árinu rannsakaði FBI meðhöndlun Clinton á ríkisleyndarmálum þar sem hún notaði ekki öruggt tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar heldur sitt eigið póstfang þegar hún starfaði sem utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Ekki var mælt með að Clinton yrði ákærð vegna málsins. Þrátt fyrir það sagði FBI að Clinton hefði sýnt af sér alvarlega vanrækslu í starfi með tölvupóstnotkun sinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Hillary Clinton er borubrött varðandi enduropnun rannsóknar Alríkislögreglu Bandaríkjanna á tölvupóstum hennar. Hún telur að frekari rannsókn muni ekki breyta fyrri niðurstöðu FBI um að ekki ætti að ákæra hana. Hún kallar eftir því að yfirmaður FBI útskýri nánar hverju nýja rannsóknin felist í. James Comey, yfirmaður FBI, segir að nýjar upplýsingar í málinu hafi litið dagsins ljós. Um er að ræða tæki og pósta frá hinum umdeilda fyrrum þingmanni Anthony Wiener. Gögnin komu í leitirnar þegar verið var rannsaka hvort að Wiener hafi sent 15 ára stúlku óviðeigandi skilaboð og pósta.AP fréttaveitan segir að Hillary Clinton og starfsfólk hennar sé æft yfir því að Comey hafi sagt frá málinu í einkar óljósu bréfi til hóps þingmanna. Nokkrir klukkutímar liðu þar til í ljós kom að um gögn frá Weiner væri að ræða. Þá hefur stofnunin ekki svarað fyrirspurnum fréttaveitunnar vegna málsins. Á blaðamannafundi í gær sagði Clinton að FBI þyrftu að útskýra málið hið snarasta. Donald Trump, mótframbjóðandi hennar til embættis forseta, stökk á málið og sagði stuðningsmönnum sínum í Iowa að það væri deginum ljósara að FBI hefði ekki opnað málið á þessum tíma ef ekki væri um „stórfellda glæpi“ að ræða. Fyrr á árinu rannsakaði FBI meðhöndlun Clinton á ríkisleyndarmálum þar sem hún notaði ekki öruggt tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar heldur sitt eigið póstfang þegar hún starfaði sem utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Ekki var mælt með að Clinton yrði ákærð vegna málsins. Þrátt fyrir það sagði FBI að Clinton hefði sýnt af sér alvarlega vanrækslu í starfi með tölvupóstnotkun sinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira