Leið flokkaflakkarans um kosningarvökur Snærós Sindradóttir skrifar 29. október 2016 07:00 Kosningavökur stjórnmálaflokkanna í kvöld eru víða Það er af nægu að taka fyrir skemmtanaglaða kjósendur í kvöld og fram á nótt. Flokkarnir bjóða allir upp á kosningavökur og leggja allt í sölurnar til að halda sínum kjósendum ánægðum á þessari uppskeruhátíð eftir kosningarnar. Fylgi flokkanna í könnunum síðustu daga bendir þó til þess að ekki muni allir geta fagnað og líklegt að botninn detti snemma úr hjá nokkrum þessara flokka. Fari svo að Samfylkingin komi jafn illa eða verr út í kosningum en hún hefur verið að mælast og detti jafnvel af þingi er hægur leikur fyrir stuðningsmenn flokksins að skjótast yfir í kosningavöku Pírata sem er aðeins þremur húsum frá, í stóru húsnæði Bryggjunnar við Grandagarð. Píratar hafa verið að mælast vel í könnunum allt síðasta ár og eru líklegir til að geta lýst sig sigurvegara kvöldsins, að minnsta kosti í einhverjum skilningi. Það má bóka að hjá Pírötum verða líka flestir nýir þingmenn, blautir á bak við eyrun, og kjörið tækifæri fyrir kjósendur til að spyrja þá spjörunum úr á mest taugatrekkjandi kvöldi ársins.Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar.vísir/anton brinkSamfylkingarfólk er þó bjartsýnt á kvöldið. „Það verður auðvitað rífandi stemning, lifandi tónlist og plötusnúður fram eftir kvöldi. Allir velkomnir,“ segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar. Allar kosningavökur flokkanna eru í miðbænum ef frá eru taldar vökur Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Fréttablaðið reiknaði út að tæpa klukkustund tæki að ganga á milli allra kosningavakanna, allt frá Samfylkingu við Grandagarð að Sjálfstæðisflokki á Grand Hóteli. Það borgar sig að taka leigubíl eða láta skutla sér á kosningavökur Viðreisnar og Flokks fólksins. Kosningastjóri Viðreisnar, Stefanía Sigurðardóttir, hefur engar áhyggjur af fjarlægðinni frá miðbænum. „Það verður bara partí. Ég stefni á að dansa af mér skóna. Það hefur verið það mikil gleði í framboðinu að við verðum að halda því áfram.“ Flestar kosningavökurnar hefjast upp úr klukkan níu en kjörstöðum verður lokað klukkan tíu og búast má við fyrstu tölum tiltölulega fljótlega upp úr því, á ellefta tímanum. Tölurnar verða kynntar í beinni útsendingu á Stöð 2. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira
Það er af nægu að taka fyrir skemmtanaglaða kjósendur í kvöld og fram á nótt. Flokkarnir bjóða allir upp á kosningavökur og leggja allt í sölurnar til að halda sínum kjósendum ánægðum á þessari uppskeruhátíð eftir kosningarnar. Fylgi flokkanna í könnunum síðustu daga bendir þó til þess að ekki muni allir geta fagnað og líklegt að botninn detti snemma úr hjá nokkrum þessara flokka. Fari svo að Samfylkingin komi jafn illa eða verr út í kosningum en hún hefur verið að mælast og detti jafnvel af þingi er hægur leikur fyrir stuðningsmenn flokksins að skjótast yfir í kosningavöku Pírata sem er aðeins þremur húsum frá, í stóru húsnæði Bryggjunnar við Grandagarð. Píratar hafa verið að mælast vel í könnunum allt síðasta ár og eru líklegir til að geta lýst sig sigurvegara kvöldsins, að minnsta kosti í einhverjum skilningi. Það má bóka að hjá Pírötum verða líka flestir nýir þingmenn, blautir á bak við eyrun, og kjörið tækifæri fyrir kjósendur til að spyrja þá spjörunum úr á mest taugatrekkjandi kvöldi ársins.Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar.vísir/anton brinkSamfylkingarfólk er þó bjartsýnt á kvöldið. „Það verður auðvitað rífandi stemning, lifandi tónlist og plötusnúður fram eftir kvöldi. Allir velkomnir,“ segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar. Allar kosningavökur flokkanna eru í miðbænum ef frá eru taldar vökur Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Fréttablaðið reiknaði út að tæpa klukkustund tæki að ganga á milli allra kosningavakanna, allt frá Samfylkingu við Grandagarð að Sjálfstæðisflokki á Grand Hóteli. Það borgar sig að taka leigubíl eða láta skutla sér á kosningavökur Viðreisnar og Flokks fólksins. Kosningastjóri Viðreisnar, Stefanía Sigurðardóttir, hefur engar áhyggjur af fjarlægðinni frá miðbænum. „Það verður bara partí. Ég stefni á að dansa af mér skóna. Það hefur verið það mikil gleði í framboðinu að við verðum að halda því áfram.“ Flestar kosningavökurnar hefjast upp úr klukkan níu en kjörstöðum verður lokað klukkan tíu og búast má við fyrstu tölum tiltölulega fljótlega upp úr því, á ellefta tímanum. Tölurnar verða kynntar í beinni útsendingu á Stöð 2.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira