Diaz: Conor fær allt hjá UFC eins og smábarn þannig ég verð að berja hann aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2016 12:30 Síðast þegar Diaz og Conor mættust gerðist þetta. vísir/getty Nate Diaz, sem vann Conor McGregor í veltivigtarbardaga þeirra í Las Vegas í mars, er vægast sagt ósáttur við að Conor fái allt sem hann vill hjá UFC-bardagasambandinu en hann ekki neitt. Þeir félagarnir mætast aftur í júlí. Diaz hefur barist 22 sinnum í UFC gegn 21 andstæðingi og tapað átta sinnum. Aðeins einu sinni eftir töpin átta fékk hann tækifæri til að hefna fyrir tapið en það var fjórum árum síðar.Sjá einnig:Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors Conor, aftur á móti, mátti velja sér bardaga eftir tapið gegn Diaz. Hann var hvattur af öllum að berjast aftur við Jose Aldo í fjaðurvigt en valdi sjálfur að berjast aftur í veltivigt á móti Diaz. Írski Íslandsvinurinn hefur fengið mikið lof fyrir að „þora“ að mæta Diaz aftur í 170 pundum og það fer verulega í taugarnar á Bandaríkjamanninum sem segist ekki bera neina sérstaka virðingu fyrir Conor að koma aftur í 170 pundin.„Fokk nei. Djöfull er ég orðinn þreyttur á að heyra þetta rugl. Það eru allir, meira að segja Dana White, forseti UFC, að lofa þetta út um allt. Auðvitað vill hann hefna sín en vitiði hvað? Ég hef líka alltaf viljað hefna mín þegar ég tapaði,“ sagði Diaz.Sjá einnig:Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC „Þá voru menn bara: „Hey, ekki einu einni hringja í okkur. Þú færð ekki annan bardaga.“ Það var ekki einu sinni til umræðu. Ég vil ekki heyra að það sé verið að hrósa Conor fyrir að vilja annan bardaga. Auðvitað vill hann annan bardaga. Þannig á þér að líða ef þú ert rassskelltur af einhverjum.“ Diaz langaði mikið að berjast um heimsmeistaratitilinn í léttvigt á móti Rafael dos Anjos en forráðamenn UFC hlustuðu ekki einu sinni á hann. „Auðvitað bað ég um annan bardaga við Dos Anjos en þeir vilja fokking koma fram við Conor McGregor eins og smábarn. Þeir gefa honum allt sem hann vill. Ég verð því bara að sætta mig við það og berja þetta fífl aftur,“ sagði Nate Diaz. MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz Hefur ekki áhyggjur af því að Conor McGregor muni tapa öðru sinni fyrir Nate Diaz. 26. mars 2016 09:00 Conor seldi sál sína Þungavigtarmeistarinn Fabricio Werdum útskýrir af hverju hann kallaði Conor McGregor hóru. 29. mars 2016 23:15 Conor er eins og kettlingur þegar verið er að lemja hann Brasilíumaðurinn Jose Aldo gerir allt þessa dagana til þess að fá nýjan bardaga gegn Conor McGregor um fjaðurvigtarbeltið. 21. mars 2016 22:45 Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC Conor McGregor stóð á móti öllum og heimtaði annan bardaga í veltivigt á móti Nate Diaz. 31. mars 2016 09:00 Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors UFC 200 í júlí verður risastórt fyrir írska Íslandsvininn Conor McGregor. 31. mars 2016 08:00 Mest lesið Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sport „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ Sjá meira
Nate Diaz, sem vann Conor McGregor í veltivigtarbardaga þeirra í Las Vegas í mars, er vægast sagt ósáttur við að Conor fái allt sem hann vill hjá UFC-bardagasambandinu en hann ekki neitt. Þeir félagarnir mætast aftur í júlí. Diaz hefur barist 22 sinnum í UFC gegn 21 andstæðingi og tapað átta sinnum. Aðeins einu sinni eftir töpin átta fékk hann tækifæri til að hefna fyrir tapið en það var fjórum árum síðar.Sjá einnig:Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors Conor, aftur á móti, mátti velja sér bardaga eftir tapið gegn Diaz. Hann var hvattur af öllum að berjast aftur við Jose Aldo í fjaðurvigt en valdi sjálfur að berjast aftur í veltivigt á móti Diaz. Írski Íslandsvinurinn hefur fengið mikið lof fyrir að „þora“ að mæta Diaz aftur í 170 pundum og það fer verulega í taugarnar á Bandaríkjamanninum sem segist ekki bera neina sérstaka virðingu fyrir Conor að koma aftur í 170 pundin.„Fokk nei. Djöfull er ég orðinn þreyttur á að heyra þetta rugl. Það eru allir, meira að segja Dana White, forseti UFC, að lofa þetta út um allt. Auðvitað vill hann hefna sín en vitiði hvað? Ég hef líka alltaf viljað hefna mín þegar ég tapaði,“ sagði Diaz.Sjá einnig:Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC „Þá voru menn bara: „Hey, ekki einu einni hringja í okkur. Þú færð ekki annan bardaga.“ Það var ekki einu sinni til umræðu. Ég vil ekki heyra að það sé verið að hrósa Conor fyrir að vilja annan bardaga. Auðvitað vill hann annan bardaga. Þannig á þér að líða ef þú ert rassskelltur af einhverjum.“ Diaz langaði mikið að berjast um heimsmeistaratitilinn í léttvigt á móti Rafael dos Anjos en forráðamenn UFC hlustuðu ekki einu sinni á hann. „Auðvitað bað ég um annan bardaga við Dos Anjos en þeir vilja fokking koma fram við Conor McGregor eins og smábarn. Þeir gefa honum allt sem hann vill. Ég verð því bara að sætta mig við það og berja þetta fífl aftur,“ sagði Nate Diaz.
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz Hefur ekki áhyggjur af því að Conor McGregor muni tapa öðru sinni fyrir Nate Diaz. 26. mars 2016 09:00 Conor seldi sál sína Þungavigtarmeistarinn Fabricio Werdum útskýrir af hverju hann kallaði Conor McGregor hóru. 29. mars 2016 23:15 Conor er eins og kettlingur þegar verið er að lemja hann Brasilíumaðurinn Jose Aldo gerir allt þessa dagana til þess að fá nýjan bardaga gegn Conor McGregor um fjaðurvigtarbeltið. 21. mars 2016 22:45 Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC Conor McGregor stóð á móti öllum og heimtaði annan bardaga í veltivigt á móti Nate Diaz. 31. mars 2016 09:00 Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors UFC 200 í júlí verður risastórt fyrir írska Íslandsvininn Conor McGregor. 31. mars 2016 08:00 Mest lesið Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sport „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ Sjá meira
Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz Hefur ekki áhyggjur af því að Conor McGregor muni tapa öðru sinni fyrir Nate Diaz. 26. mars 2016 09:00
Conor seldi sál sína Þungavigtarmeistarinn Fabricio Werdum útskýrir af hverju hann kallaði Conor McGregor hóru. 29. mars 2016 23:15
Conor er eins og kettlingur þegar verið er að lemja hann Brasilíumaðurinn Jose Aldo gerir allt þessa dagana til þess að fá nýjan bardaga gegn Conor McGregor um fjaðurvigtarbeltið. 21. mars 2016 22:45
Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC Conor McGregor stóð á móti öllum og heimtaði annan bardaga í veltivigt á móti Nate Diaz. 31. mars 2016 09:00
Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors UFC 200 í júlí verður risastórt fyrir írska Íslandsvininn Conor McGregor. 31. mars 2016 08:00