Enski boltinn

Valencia frá fram í desember

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Antonio Valencia.
Antonio Valencia. vísir/getty
Ekvadorinn Antonio Valencia, leikmaður Man. Utd, mun ekki spila aftur fyrir Man. Utd fyrr en rétt fyrir jól.

Hann þurfti að leggjast undir hnífinn vegna handleggsbrots og það mun taka hann að minnsta kosti sex vikur að jafna sig af þeim meiðslum.

Valencia meiddist í deildabikarnum í síðustu viku og gat því ekki spilað gegn Burnley.

Eins og staðan er í dag á hann kannski möguleika á því að spila gegn Tottenham þann 11. desember.

„Nú er ég aðeins að hugsa um að ná mér góðum. Ég mun koma til baka sterkari en áður,“ sagði Valencia jákvæður.

Hann var búinn að spila ellefu leiki í vetur áður en hann meiddist.

Þetta er áfall fyrir United en miðvörðurinn Eric Bailly verður líka frá fram í desember og svo er Chris Smalling líka að glíma við meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×