Gaman að klóra í yfirborðið og að rífa á það smá gat Magnús Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2016 12:00 Þórdís Gísladóttir, ljóðskáld og þýðandi hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Visir/Ernir Oft eru þetta orð eða setningar sem síðan vinda upp á sig,“ segir Þórdís Gísladóttir skáld aðspurð um titil nýrrar ljóðabókar sem hún kallar Óvissustig. Hér er á ferðinni fjórða ljóðabók Þórdísar og í upphafi bókar er skemmtileg áletrun sótt í skilgreiningu Almannavarna á fyrirbærinu óvissustig. Þórdís segir að hún sæki sér oft innblástur í eitthvað sem hún heyri eða sér svona dags daglega. „Ég er ekki eitt af þessum skáldum sem setjast niður og eru búin að ákveða að í dag ætli þau að takast á við eitthvert ákveðið yrkisefni. Þvert á móti. Ég er mjög kaotísk og óskipulögð manneskja. Reyndar dettur mér oft eitthvað í hug þegar ég er ýmist að sofna eða vakna. Þá er maður einhvern veginn opinn, enda ljóðið einmitt þarna einhvers staðar á mörkum draums og vöku.“Sparilífið óspennandi Í upphafi bókarinnar kveður að einhverju leyti við öllu dekkri tón en í fyrri verkum Þórdísar og hún tekur undir það. „Já, þetta er soldið myrkt. Ég sá það þegar ég var búin að skrifa þetta. Þetta var svona einhver stemning sem ég var í á þessum tíma. En svo er það aðeins þannig að þegar maður byrjar að skrifa eitthvað sem er dálítið þungt þá kemst maður í þannig fasa. Ég held líka að þetta sé aðeins árstíminn sem ég er að skrifa bækurnar mínar á og held að allar bækurnar mínar búi yfir einhverju slíku þema. Að það sé í þeim einhver þráður.“ Hversdagslíf mannfólksins er Þórdísi hugleikið eða eins og hún segir sjálf: „Hversdagslíf er lífið. Sparilífið er svo lítill hluti af lífinu og í rauninni svo óáhugavert af því að það oft svo mikið leikrit. En hversdagslífið er okkar allra og mér finnst oft eins og fólk sé að reyna að túlka líf sitt og annarra eins og að það sé eitthvað ákveðið – eitthvert yfirborð. En mér finnst gaman að klóra í þetta yfirborð og reyna helst að rífa á það smá gat. Sýna hvernig við erum í raun öll lítilfjörleg og breysk, öll alltaf að klúðra öllu en svo verður þetta allt í lagi þegar upp er staðið.“Núvitund og bollakökur Þessa togstreitu gagnvart yfirborðsmennskunni í samfélaginu má sjá greinilega í sumum ljóðum bókarinnar. Þórdís segir að auðvitað könnumst við flest við þennan þrýsting í samfélaginu þar sem er alltaf verið að beina okkur á einhverjar ákveðnar brautir. „Það er alltaf verið að búa eitthvað til fyrir okkur. Núna eiga allir að vera á núvitundarnámskeiði en svo gefast allir upp á því vegna þess að þetta er ekki lífið. Þetta eru kapítalistarnir að finna upp nýtt námskeið fyrir alla. Allir eiga að vera rosalega hamingjusamir að baka bollakökur eitt árið en svo fá allir leiða á því og þá eiga allir að fara að gera eitthvað annað,“ segir Þórdís og hlær við tilhugsunina.Tónar við lífið Þetta hversdagslega líf með allri sinni yfirborðsmennsku og átökum er líka stór hluti af öðru verkefni sem Þórdís hefur unnið að um skeið. Á morgun verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu leikritið Brot úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman, í þýðingu Þórdísar og leikstjórn Ólafs Egilssonar, með Unni Ösp Stefánsdóttur og Björn Thors í aðalhlutverkum. Þórdís segir að hún hafi reyndar skrifað flest ljóðin áður en hún hafi komið að þessari þýðingu. „En þar er einmitt líka verið að fletta ofan af lífi hjóna þar sem allt virðist hamingjusamt í glansblaðaviðtölunum en svo er þetta alla vega þegar betur er skoðað.“ En er þetta ekki einmitt hlutverk listarinnar, að klóra í yfirborðið og fá okkur til þess að skoða lífið? „Listin skiptir mann máli. Hún á að hreyfa við fólki og snerta eitthvað í okkur. Það er markmiðið. Það sem hreyfir við manni er það sem endist og skiptir okkur máli.“ Þórdís segir að það hafi verið mjög gaman að takast á við texta Bergmans. „Ég var búin að sjá svona eitthvað af þessum þáttum í endurtekningu í sænska sjónvarpinu en hafði þó aldrei horft á þá alla. Þetta er byggt á þessum tíu sjónvarpsþáttum frá 1973 en leikritið kom svo ekki fyrr en 1981. En það kom mér rosalega skemmtilega á óvart hvað þetta hefur einmitt enst vel. Það eru auðvitað hlutir sem þurfti að laga til eins og upprunalega er fólk alltaf að fara fram á gang að svara í símann en í dag eru allir með hann í vasanum. En allt annað, kjarninn, er algjörlega jafn brýnn og sterkur. Samskipti fólks, samskipti hjóna, samskipti foreldra við börn og samskipti fullorðins fólks við foreldra sína sem eru að stjórna fólki sem er að verða fimmtugt eða eitthvað. Og allt ruglið í vinnunni og allt þetta sem við þekkjum í öllu okkar daglega lífi og tónar allt mjög sterklega við líf okkar hér og nú.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. nóvember. Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Oft eru þetta orð eða setningar sem síðan vinda upp á sig,“ segir Þórdís Gísladóttir skáld aðspurð um titil nýrrar ljóðabókar sem hún kallar Óvissustig. Hér er á ferðinni fjórða ljóðabók Þórdísar og í upphafi bókar er skemmtileg áletrun sótt í skilgreiningu Almannavarna á fyrirbærinu óvissustig. Þórdís segir að hún sæki sér oft innblástur í eitthvað sem hún heyri eða sér svona dags daglega. „Ég er ekki eitt af þessum skáldum sem setjast niður og eru búin að ákveða að í dag ætli þau að takast á við eitthvert ákveðið yrkisefni. Þvert á móti. Ég er mjög kaotísk og óskipulögð manneskja. Reyndar dettur mér oft eitthvað í hug þegar ég er ýmist að sofna eða vakna. Þá er maður einhvern veginn opinn, enda ljóðið einmitt þarna einhvers staðar á mörkum draums og vöku.“Sparilífið óspennandi Í upphafi bókarinnar kveður að einhverju leyti við öllu dekkri tón en í fyrri verkum Þórdísar og hún tekur undir það. „Já, þetta er soldið myrkt. Ég sá það þegar ég var búin að skrifa þetta. Þetta var svona einhver stemning sem ég var í á þessum tíma. En svo er það aðeins þannig að þegar maður byrjar að skrifa eitthvað sem er dálítið þungt þá kemst maður í þannig fasa. Ég held líka að þetta sé aðeins árstíminn sem ég er að skrifa bækurnar mínar á og held að allar bækurnar mínar búi yfir einhverju slíku þema. Að það sé í þeim einhver þráður.“ Hversdagslíf mannfólksins er Þórdísi hugleikið eða eins og hún segir sjálf: „Hversdagslíf er lífið. Sparilífið er svo lítill hluti af lífinu og í rauninni svo óáhugavert af því að það oft svo mikið leikrit. En hversdagslífið er okkar allra og mér finnst oft eins og fólk sé að reyna að túlka líf sitt og annarra eins og að það sé eitthvað ákveðið – eitthvert yfirborð. En mér finnst gaman að klóra í þetta yfirborð og reyna helst að rífa á það smá gat. Sýna hvernig við erum í raun öll lítilfjörleg og breysk, öll alltaf að klúðra öllu en svo verður þetta allt í lagi þegar upp er staðið.“Núvitund og bollakökur Þessa togstreitu gagnvart yfirborðsmennskunni í samfélaginu má sjá greinilega í sumum ljóðum bókarinnar. Þórdís segir að auðvitað könnumst við flest við þennan þrýsting í samfélaginu þar sem er alltaf verið að beina okkur á einhverjar ákveðnar brautir. „Það er alltaf verið að búa eitthvað til fyrir okkur. Núna eiga allir að vera á núvitundarnámskeiði en svo gefast allir upp á því vegna þess að þetta er ekki lífið. Þetta eru kapítalistarnir að finna upp nýtt námskeið fyrir alla. Allir eiga að vera rosalega hamingjusamir að baka bollakökur eitt árið en svo fá allir leiða á því og þá eiga allir að fara að gera eitthvað annað,“ segir Þórdís og hlær við tilhugsunina.Tónar við lífið Þetta hversdagslega líf með allri sinni yfirborðsmennsku og átökum er líka stór hluti af öðru verkefni sem Þórdís hefur unnið að um skeið. Á morgun verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu leikritið Brot úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman, í þýðingu Þórdísar og leikstjórn Ólafs Egilssonar, með Unni Ösp Stefánsdóttur og Björn Thors í aðalhlutverkum. Þórdís segir að hún hafi reyndar skrifað flest ljóðin áður en hún hafi komið að þessari þýðingu. „En þar er einmitt líka verið að fletta ofan af lífi hjóna þar sem allt virðist hamingjusamt í glansblaðaviðtölunum en svo er þetta alla vega þegar betur er skoðað.“ En er þetta ekki einmitt hlutverk listarinnar, að klóra í yfirborðið og fá okkur til þess að skoða lífið? „Listin skiptir mann máli. Hún á að hreyfa við fólki og snerta eitthvað í okkur. Það er markmiðið. Það sem hreyfir við manni er það sem endist og skiptir okkur máli.“ Þórdís segir að það hafi verið mjög gaman að takast á við texta Bergmans. „Ég var búin að sjá svona eitthvað af þessum þáttum í endurtekningu í sænska sjónvarpinu en hafði þó aldrei horft á þá alla. Þetta er byggt á þessum tíu sjónvarpsþáttum frá 1973 en leikritið kom svo ekki fyrr en 1981. En það kom mér rosalega skemmtilega á óvart hvað þetta hefur einmitt enst vel. Það eru auðvitað hlutir sem þurfti að laga til eins og upprunalega er fólk alltaf að fara fram á gang að svara í símann en í dag eru allir með hann í vasanum. En allt annað, kjarninn, er algjörlega jafn brýnn og sterkur. Samskipti fólks, samskipti hjóna, samskipti foreldra við börn og samskipti fullorðins fólks við foreldra sína sem eru að stjórna fólki sem er að verða fimmtugt eða eitthvað. Og allt ruglið í vinnunni og allt þetta sem við þekkjum í öllu okkar daglega lífi og tónar allt mjög sterklega við líf okkar hér og nú.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. nóvember.
Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira