Erlent

Saad Hariri tekur við embætti forsætisráðherra Líbanon á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Saad Hariri er sonur fyrrverandi forsætisráðherrans Rafiq Hariri sem var myrtur árið 2005.
Saad Hariri er sonur fyrrverandi forsætisráðherrans Rafiq Hariri sem var myrtur árið 2005. Vísir/AFP
Saad Hariri hefur verið skipaður nýr forsætisráðherra Líbanon. Frá þessu greina talsmenn Michel Aoun, nýs forseta landsins.

Hariri er súnnímúslimi, en samkvæmt samkomulagi um valdaskiptingu í landinu skal forseti landsins vera kristinn, forsætisráðherrann súnnímúslimi og forseti þingsins sjíamúslimi.

Hariri gegndi embætti forsætisráðherra landsins á árunum 2009 til 2011.

Fastlega var reiknað með að Hariri yrði skipaður forsætisráðherra eftir að samkomulag náðist um skipan Aoun í embætti forseta á mánudag. Líbanon hafði þá verði án forseta í um tvö ár.

Saad Hariri er sonur fyrrverandi forsætisráðherrans Rafiq Hariri sem var myrtur árið 2005.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×