Eru lífeyrissjóðirnir of stórir fyrir Ísland? Ásgeir Jónsson skrifar 3. mars 2016 00:00 Eftir lok seinni heimsstyrjaldar tók fæðingartíðni kipp um allan hin vestræna heim. Þessi uppsveifla stóð í 18 ár – eða á milli 1946 og 1964 – og þau elstu af þessari kynslóð eiga því sjötugsafmæli á þessu ári. Þetta er stór og merkileg kynslóð sem m.a. neitaði að klippa á sér hárið og er talin hafa fundið upp poppmenninguna – en það er önnur saga. Í efnahagslegu samhengi skiptir máli að eftirstríðskynslóðin er rétt að komast á eftirlaunaaldur. Í flestum vestrænum löndum mun eftirlaunatakan verða gríðarleg fjárhagsleg byrði fyrir börn og barnabörn þessar kynslóðar. Ástæðan er sú að víðast hvar er lífeyrir fjármagnaður með beinni skattheimtu á vinnandi fólk. Þegar eftirlaunaþegum fjölgar samtímis því að fólki fækkar á vinnumarkaði er aðeins hægt að bregðast við með niðurskurði ríkisútgjalda samhliða miklum skattahækkunum. Og það er nú brátt að fara gerast. Samkvæmt mannfjöldaspám OECD mun eftirlaunaþegum fjölga hlutfallslega hraðar hérlendis á næstu 10-20 árum en í nokkru öðru Evrópulandi. Það liggur því fyrir að ef lífeyrir væri fjármagnaður með skattlagningu hefði þurft að hækka skatta verulega á næstu árum til þess að tryggja eftirstríðsbörnunum áhyggjulaust ævikvöld. Þess þarf ekki hér. Ísland er svo gæfusamt að hafa lífeyriskerfi sem byggir á sparnaði og íslenska eftirstríðskynslóðin hefur sjálf sparað fyrir sínum eftirlaunum. Þess vegna hljómar það eins og furðuleg öfugmæli þegar rætt er um stærð lífeyrissjóða sem þjóðhagslegt vandamál. Stærðin er beinlínis afleiðing af ungum aldri þjóðarinnar – sem sést best af því að helmingur landsmanna er yngri en 34 ára. Af því leiðir að tiltölulega margir eru á vinnualdri og greiða lífeyrisiðgjöld en tiltölulega fáir á eftirlaunaaldri og þiggja lífeyri. Lífeyrissjóðirnir áttu 3.270 milljarða við síðustu áramót – eða um 10 milljónir á hvern Íslending – og það sýnir að kerfið er að virka nákvæmlega eins og því var ætlað og nægur sparnaður sé til staðar til þess að tryggja að fyrirsjáanleg öldrun þjóðarinnar verði ekki efnahagslegt vandamál. En það hangir miklu meira á spýtunni. Lífeyriskerfið hefur gegnt lykilhlutverki í því að efla sparnað hérlendis á síðustu áratugum og verið lykilþáttur í fjármögnun fjármögnun ríkissjóðs sem og húsnæðislána. Raunar er það svo að uppsöfnun lífeyriseigna hefur fært landsmönnum gríðarlegan ábata með lækkun langtímavaxta og eflingu fjármagnsmarkaðar. Í þeim skilningi er stærðin góð fyrir hagkerfið allt.Stærðin er styrkur á húsnæðislánamarkaði Upphaflega voru það danskir fjárfestar sem fjármögnuðu húsbyggingar hérlendis með því að kaupa útgáfur veðlánadeildar Landsbankans sem lánaði með 4½% nafnvöxtum til 40 ára með veði í fasteignum. En þegar Ísland varð fullvalda og íslenska krónan sjálfstæð mynt 1918 hættu Danir að kaupa íslensk fasteignaveðbréf. Og nýir kaupendur fundust hvergi. Alla tuttugustu öld voru húsnæðislánin í tómum ólestri þar sem langtímalán voru varla í boði og venjulegt fólk þurfti að leita til okurlánara til þess að geta keypt eigið húsnæði. Það var ekki fyrr en lífeyrissjóðakerfið tók að vaxa og eflast að skarðið eftir Danina var fyllt á íslenskum fjármagnsmarkaði. Fjármögnun húsnæðislána hefur nú um töluverða hríð hvílt að mestu leyti á lífeyrissjóðunum – hvort sem sjóðirnir lána út sjálfir eða fjármagna húsnæðislán bankanna og Íbúðalánasjóðs. Sá munur er þó á að lánin eru nú verðtryggð en ekki með föstum nafnvöxtum – líkt og þegar Ísland var hluti af Danmörku. En það helgast af því hvað íslenska krónan hefur verið óstöðug í gegnum tíðina. Hinn bitri sannleikur er sá að langtímalán með föstum vöxtum eru nær ómöguleg hérlendis nema að þau séu verðtryggð. Hins vegar hafa langir verðtryggðir vextir farið lækkandi síðustu 30 árin samhliða því að lífeyriskerfið hefur vaxið. Ástæðan er sú að eftir því sem meira hefur safnast í sjóðina hafa þeir keypt meira af innlendum fjármálaeignum, og eftir því hefur vaxtastigið farið lækkandi.Hvað um erlenda eignadreifingu? Flestir ættu að geta verið sammála um mikilvægi þess að setja ekki öll eggin í sömu körfuna og að það auki öryggi lífeyrissparnaðarins að hann sé ávaxtaður ytra að hluta. Þá skiptir einnig máli að eftirlaunataka stórra kynslóða valdi ekki verulegum ruðningsáhrifum í efnahagslífinu s.s. þegar uppsafnaður sparnaður er dreginn út úr hagkerfinu og greiddur út sem lífeyrir. Lífeyrisiðgjöld fela í sér frestun á neyslu og skapa þannig viðskiptaafgang þar sem innflutningur verður minni fyrir vikið. Þannig má segja að lífeyrissjóðirnir skapi sitt eigið svigrúm til erlendra fjárfestinga þar sem iðgjöldin búa sjálfkrafa til viðskiptaafgang. Þau mistök voru þó gerð þegar lífeyriskerfi var stofnað að gera ekki ráð fyrir því strax að a.m.k. helmingi eigna þeirra skyldi fjárfest erlendis. Lífeyrissjóðunum var hins vegar ekki heimilt að kaupa erlendar eignir fyrr en eftir afnám hafta árið 1994. Sú mistök voru síðan endurtekin þegar höftin voru sett á nýjan leik árið 2008 – að þau voru látin ná yfir lífeyrissjóðina. Af þeim sökum hefur erlent eignahlutfall þeirra lækkað á síðari árum. Hlutfall erlendra eigna hjá lífeyrissjóðunum er nú um ¼ en ætti að vera um ½ og skeikar 800 milljörðum – sem samkvæmt eignastýringarsjónarmiðum ætti að fjárfesta erlendis. Ljóst er að þessi mistök verða ekki leiðrétt í einu vetfangi – og kannski aldrei að fullu. Vert er þó að hafa í huga að of hátt gengi krónunnar hefur verið jafn mikið vandamál og of lágt gengi í gegnum tíðina. Erlendar fjárfestingar sjóðanna voru það sem helst vann á móti þenslu og ofrisi krónunnar á árunum 2004-2008 – og nú er svipuð staða uppi þegar miklar gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu hafa þrýst genginu upp nú á síðustu misserum. Þannig er hægt að líta á erlenda fjárfestingu lífeyrissparnaðar sem þjóðhagsvarúðartæki til þess að koma í veg fyrir að gengishækkun rýri samkeppnisstöðu atvinnuvega og kæfi útflutningsgreinar.Að lifa sómasamlegu lífi Eftirstríðsbörnin komu inn á vinnumarkaðinn um líkt leyti og lífeyriskerfið var stofnað og eru því fyrsta kynslóðin sem hefur því náð að greiða inn í kerfið nær alla vinnuævina. Að vísu gekk sjóðasöfnunin illa fyrst í stað á áttunda áratugnum vegna þess að fjármagnskerfið var í höftum samhliða því að verðbólga geisaði. Þannig var ávöxtun lífeyriseigna -29% árið 1973, -38% árið 1974 og -26% árið 1975. Hins vegar frá því að vextir voru gefnir frjálsir hefur ávöxtun lífeyrissjóðanna verið með ágætum eða um 5% að raunvirði frá 1990. Það er frábær árangur. Hrunárið 2008 er í raun eina slæma árið á þessum tíma en þá var ávöxtunin neikvæð um 23,4%. Hins vegar komu íslensku lífeyrissjóðirnir alls ekki verr út en erlendir sjóðir á þessum tíma – en til að mynda tapaði norski olíusjóðurinn stórkostlega. Það hlýtur því að vera með stolti að fólkið sem fæddist eftir stríð getur farið á eftirlaun með eigin sparnaði – án þess að leggja byrðar á börn og barnabörn. Frá sjónarhóli okkar sem yngri erum hlýtur það einnig að vera jákvætt að nú hillir loks undir að nú rætist úr fátækt aldraðra – sem að áliti þess sem hér ritar hefur verið skammarleg – þar sem fólk hefur aðeins fengið lágmarkslífeyri frá ríkinu eftir langa erfiða vinnuævi. Þetta eru því miður eftirhreytur frá gamla lífeyriskerfinu sem byggði á millifærslum frá ríkinu í gegnum skattkerfið – líkt og þekkist ytra. Í framtíðinni munu íslenskir lífeyrisþegar geta gengið að eignum sem munu duga þeim til þess að lifa sómasamlegu lífi – þökk sé því að Íslendingar tóku upp núverandi lífeyriskerfi fyrir um 40-50 árum síðan. Höfundur er ásamt dr. Hersi Sigurgeirssyni höfundur bókarinnar „Áhættudreifing eða einangrun? Um tengsl lífeyrissparnaðar, greiðslujafnaðar og erlendra fjárfestinga“ sem Landssamtök lífeyrissjóða gáfu út árið 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Eftir lok seinni heimsstyrjaldar tók fæðingartíðni kipp um allan hin vestræna heim. Þessi uppsveifla stóð í 18 ár – eða á milli 1946 og 1964 – og þau elstu af þessari kynslóð eiga því sjötugsafmæli á þessu ári. Þetta er stór og merkileg kynslóð sem m.a. neitaði að klippa á sér hárið og er talin hafa fundið upp poppmenninguna – en það er önnur saga. Í efnahagslegu samhengi skiptir máli að eftirstríðskynslóðin er rétt að komast á eftirlaunaaldur. Í flestum vestrænum löndum mun eftirlaunatakan verða gríðarleg fjárhagsleg byrði fyrir börn og barnabörn þessar kynslóðar. Ástæðan er sú að víðast hvar er lífeyrir fjármagnaður með beinni skattheimtu á vinnandi fólk. Þegar eftirlaunaþegum fjölgar samtímis því að fólki fækkar á vinnumarkaði er aðeins hægt að bregðast við með niðurskurði ríkisútgjalda samhliða miklum skattahækkunum. Og það er nú brátt að fara gerast. Samkvæmt mannfjöldaspám OECD mun eftirlaunaþegum fjölga hlutfallslega hraðar hérlendis á næstu 10-20 árum en í nokkru öðru Evrópulandi. Það liggur því fyrir að ef lífeyrir væri fjármagnaður með skattlagningu hefði þurft að hækka skatta verulega á næstu árum til þess að tryggja eftirstríðsbörnunum áhyggjulaust ævikvöld. Þess þarf ekki hér. Ísland er svo gæfusamt að hafa lífeyriskerfi sem byggir á sparnaði og íslenska eftirstríðskynslóðin hefur sjálf sparað fyrir sínum eftirlaunum. Þess vegna hljómar það eins og furðuleg öfugmæli þegar rætt er um stærð lífeyrissjóða sem þjóðhagslegt vandamál. Stærðin er beinlínis afleiðing af ungum aldri þjóðarinnar – sem sést best af því að helmingur landsmanna er yngri en 34 ára. Af því leiðir að tiltölulega margir eru á vinnualdri og greiða lífeyrisiðgjöld en tiltölulega fáir á eftirlaunaaldri og þiggja lífeyri. Lífeyrissjóðirnir áttu 3.270 milljarða við síðustu áramót – eða um 10 milljónir á hvern Íslending – og það sýnir að kerfið er að virka nákvæmlega eins og því var ætlað og nægur sparnaður sé til staðar til þess að tryggja að fyrirsjáanleg öldrun þjóðarinnar verði ekki efnahagslegt vandamál. En það hangir miklu meira á spýtunni. Lífeyriskerfið hefur gegnt lykilhlutverki í því að efla sparnað hérlendis á síðustu áratugum og verið lykilþáttur í fjármögnun fjármögnun ríkissjóðs sem og húsnæðislána. Raunar er það svo að uppsöfnun lífeyriseigna hefur fært landsmönnum gríðarlegan ábata með lækkun langtímavaxta og eflingu fjármagnsmarkaðar. Í þeim skilningi er stærðin góð fyrir hagkerfið allt.Stærðin er styrkur á húsnæðislánamarkaði Upphaflega voru það danskir fjárfestar sem fjármögnuðu húsbyggingar hérlendis með því að kaupa útgáfur veðlánadeildar Landsbankans sem lánaði með 4½% nafnvöxtum til 40 ára með veði í fasteignum. En þegar Ísland varð fullvalda og íslenska krónan sjálfstæð mynt 1918 hættu Danir að kaupa íslensk fasteignaveðbréf. Og nýir kaupendur fundust hvergi. Alla tuttugustu öld voru húsnæðislánin í tómum ólestri þar sem langtímalán voru varla í boði og venjulegt fólk þurfti að leita til okurlánara til þess að geta keypt eigið húsnæði. Það var ekki fyrr en lífeyrissjóðakerfið tók að vaxa og eflast að skarðið eftir Danina var fyllt á íslenskum fjármagnsmarkaði. Fjármögnun húsnæðislána hefur nú um töluverða hríð hvílt að mestu leyti á lífeyrissjóðunum – hvort sem sjóðirnir lána út sjálfir eða fjármagna húsnæðislán bankanna og Íbúðalánasjóðs. Sá munur er þó á að lánin eru nú verðtryggð en ekki með föstum nafnvöxtum – líkt og þegar Ísland var hluti af Danmörku. En það helgast af því hvað íslenska krónan hefur verið óstöðug í gegnum tíðina. Hinn bitri sannleikur er sá að langtímalán með föstum vöxtum eru nær ómöguleg hérlendis nema að þau séu verðtryggð. Hins vegar hafa langir verðtryggðir vextir farið lækkandi síðustu 30 árin samhliða því að lífeyriskerfið hefur vaxið. Ástæðan er sú að eftir því sem meira hefur safnast í sjóðina hafa þeir keypt meira af innlendum fjármálaeignum, og eftir því hefur vaxtastigið farið lækkandi.Hvað um erlenda eignadreifingu? Flestir ættu að geta verið sammála um mikilvægi þess að setja ekki öll eggin í sömu körfuna og að það auki öryggi lífeyrissparnaðarins að hann sé ávaxtaður ytra að hluta. Þá skiptir einnig máli að eftirlaunataka stórra kynslóða valdi ekki verulegum ruðningsáhrifum í efnahagslífinu s.s. þegar uppsafnaður sparnaður er dreginn út úr hagkerfinu og greiddur út sem lífeyrir. Lífeyrisiðgjöld fela í sér frestun á neyslu og skapa þannig viðskiptaafgang þar sem innflutningur verður minni fyrir vikið. Þannig má segja að lífeyrissjóðirnir skapi sitt eigið svigrúm til erlendra fjárfestinga þar sem iðgjöldin búa sjálfkrafa til viðskiptaafgang. Þau mistök voru þó gerð þegar lífeyriskerfi var stofnað að gera ekki ráð fyrir því strax að a.m.k. helmingi eigna þeirra skyldi fjárfest erlendis. Lífeyrissjóðunum var hins vegar ekki heimilt að kaupa erlendar eignir fyrr en eftir afnám hafta árið 1994. Sú mistök voru síðan endurtekin þegar höftin voru sett á nýjan leik árið 2008 – að þau voru látin ná yfir lífeyrissjóðina. Af þeim sökum hefur erlent eignahlutfall þeirra lækkað á síðari árum. Hlutfall erlendra eigna hjá lífeyrissjóðunum er nú um ¼ en ætti að vera um ½ og skeikar 800 milljörðum – sem samkvæmt eignastýringarsjónarmiðum ætti að fjárfesta erlendis. Ljóst er að þessi mistök verða ekki leiðrétt í einu vetfangi – og kannski aldrei að fullu. Vert er þó að hafa í huga að of hátt gengi krónunnar hefur verið jafn mikið vandamál og of lágt gengi í gegnum tíðina. Erlendar fjárfestingar sjóðanna voru það sem helst vann á móti þenslu og ofrisi krónunnar á árunum 2004-2008 – og nú er svipuð staða uppi þegar miklar gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu hafa þrýst genginu upp nú á síðustu misserum. Þannig er hægt að líta á erlenda fjárfestingu lífeyrissparnaðar sem þjóðhagsvarúðartæki til þess að koma í veg fyrir að gengishækkun rýri samkeppnisstöðu atvinnuvega og kæfi útflutningsgreinar.Að lifa sómasamlegu lífi Eftirstríðsbörnin komu inn á vinnumarkaðinn um líkt leyti og lífeyriskerfið var stofnað og eru því fyrsta kynslóðin sem hefur því náð að greiða inn í kerfið nær alla vinnuævina. Að vísu gekk sjóðasöfnunin illa fyrst í stað á áttunda áratugnum vegna þess að fjármagnskerfið var í höftum samhliða því að verðbólga geisaði. Þannig var ávöxtun lífeyriseigna -29% árið 1973, -38% árið 1974 og -26% árið 1975. Hins vegar frá því að vextir voru gefnir frjálsir hefur ávöxtun lífeyrissjóðanna verið með ágætum eða um 5% að raunvirði frá 1990. Það er frábær árangur. Hrunárið 2008 er í raun eina slæma árið á þessum tíma en þá var ávöxtunin neikvæð um 23,4%. Hins vegar komu íslensku lífeyrissjóðirnir alls ekki verr út en erlendir sjóðir á þessum tíma – en til að mynda tapaði norski olíusjóðurinn stórkostlega. Það hlýtur því að vera með stolti að fólkið sem fæddist eftir stríð getur farið á eftirlaun með eigin sparnaði – án þess að leggja byrðar á börn og barnabörn. Frá sjónarhóli okkar sem yngri erum hlýtur það einnig að vera jákvætt að nú hillir loks undir að nú rætist úr fátækt aldraðra – sem að áliti þess sem hér ritar hefur verið skammarleg – þar sem fólk hefur aðeins fengið lágmarkslífeyri frá ríkinu eftir langa erfiða vinnuævi. Þetta eru því miður eftirhreytur frá gamla lífeyriskerfinu sem byggði á millifærslum frá ríkinu í gegnum skattkerfið – líkt og þekkist ytra. Í framtíðinni munu íslenskir lífeyrisþegar geta gengið að eignum sem munu duga þeim til þess að lifa sómasamlegu lífi – þökk sé því að Íslendingar tóku upp núverandi lífeyriskerfi fyrir um 40-50 árum síðan. Höfundur er ásamt dr. Hersi Sigurgeirssyni höfundur bókarinnar „Áhættudreifing eða einangrun? Um tengsl lífeyrissparnaðar, greiðslujafnaðar og erlendra fjárfestinga“ sem Landssamtök lífeyrissjóða gáfu út árið 2014.
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar