Erlent

Skammast yfir hertum reglum varðandi flóttafólk

Samúel Karl Ólason skrifar
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Vísir/EPA
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að nýjar og hertar reglur og stefnur varðandi flóttafólk, séu þvert á alþjóðlegar skuldbindingar Evrópu. Þetta sagði Moon í ræðu á þingi Austurríkis í dag. Þingið samþykkti í gær lög sem gera yfirvöldum kleift að neita flóttafólki um hæli við landamæri ríkisins og hleypa þeim ekki inn.

„Ég hef áhyggjur af því að ríki Evrópu eru að taka upp strangari reglur og lög varðandi flóttafólk og hælisleitendur,“ sagði Ban Ki-moon. Samkvæmt BBC er talið að framkvæmdastjórinn hafi verið að beina orðum sínum til nokkurra landa og þar á meðal Austurríkis.

Mannréttindasamtök hafa fordæmt nýju lögin sem eiga þó eftir að vera staðfest af efri deild þingsins.

Þá hafa yfirvöld Austurríkis lagt til að byggð verði girðing við landamæri þeirra við Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×