Viðskipti innlent

Fjárfestu erlendis fyrir 65,5 milljarða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Lífeyrissjóðir og aðrir vörsluaðilar séreignarlífeyrissparnaðar nýttu undanþágu til að fjárfesta fyrir 65,5 milljarða króna erlendis á rúmu ári.
Lífeyrissjóðir og aðrir vörsluaðilar séreignarlífeyrissparnaðar nýttu undanþágu til að fjárfesta fyrir 65,5 milljarða króna erlendis á rúmu ári. NordicPhotos/getty
Frá og með miðju síðasta ári til lok september fjárfestu lífeyrissjóðir og aðrir vörsluaðilar séreignarlífeyrissparnaðar fyrir 65,5 milljarða króna erlendis. Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabankans.

Seðlabanki Íslands veitti aðilunum undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál að fjárhæð 40 milljarða króna frá miðju síðasta ári til lok júní í ár. Aðilarnir nýttu sér 34,7 milljarða fjárhæðarinnar til erlendra fjárfestinga á þessu tímabili eða sem nemur 87 prósent af veittri heimild.

Aðilarnir fengu svo undanþágu að fjárhæð 40 milljarða á ný vegna tímabilsins 1. júlí til 30. september og nýttu sjóðirnir 30,8 milljarða króna til erlendra fjárfestinga á tímabilinu eða sem nemur 77 prósent af veittri heimild.


Tengdar fréttir

Staða lífeyrissjóða hefur batnað mikið

Almennir lífeyrissjóðir áttu 3,2% umfram skuldbindingar að jafnaði um síðustu áramót og hefur staða þeirra batnað stöðugt frá árinu 2009 þegar vantaði 10,5% til að mæta skuldbindingum. Á þeim tíma voru réttindi lækkuð, sem skekkir samanburð. Árið 2011, sem er samanburðarhæft, var staða þessara sjóða neikvæð um tæp fimm prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×