Hefur greitt hálfa milljón vegna krabbameinsmeðferðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. mars 2016 10:36 Heilbrigðisútgjöld heimilanna hafa þannig vaxið mun hraðar en útgjöld hins opnbera en um kostnaðarþátttökuna er fjallað í nýrri skýrslu ASÍ. Vísir/Vilhelm Heimilin í landinu standa í dag undir um 20 prósentum af öllum heilbrigðisútgjöldum með beinni greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu og hefur kostnaðarþátttaka sjúklinga nær tvöfaldast á síðustu 30 árum. Heilbrigðisútgjöld heimilanna hafa þannig vaxið mun hraðar en útgjöld hins opnbera en um kostnaðarþátttökuna er fjallað í nýrri skýrslu ASÍ. Í skýrslunni eru tekin raunveruleg dæmi um kostnaðarþátttöku sjúklinga á síðustu árum. Þannig er sagt frá 35 ára konu sem fór í aðgerð vegna vandamála í öxl í upphafi seinasta árs. Aðgerðin var framkvæmd af bæklunarskurðlækni ásamt svæfingarlækni á einkastofu og var myndgreining gerði bæði fyrir og eftir aðgerð. Í kjölfar aðgerðarinnar var konunni síðan vísað í sjúkraþjálfun en bein útgjöld konunnar vegna aðgerðarinnar námu samtals 156.700 krónum. Lækniskostnaður var 57.000 krónur, myndgreiningin kostaði 267.00 krónur, 13 skipti í sjúkraþjálfun kostuðu 66.000 krónur og lyf 7000 krónur.142.000 krónur í komugjöld og rannsóknir á einu ári Þá er tekið annað dæmi af konu sem greindist með illvígt krabbamein árið 2013 en langri meðferð hennar við meininu er ekki lokið. Á seinustu þremur árum hefur hún greitt um hálfa milljón vegna krabbameinsmeðferðarinnar en hún hefur að jafnaði þurft lyfjagjafir og rannsóknir 3-4 sinnum í mánuði síðan hún greindist. Á árinu 2013 greiddi konan ríflega 142.000 krónur í komugjöld og rannsóknir. Á árinu 2014 námu bein útgjöld hennar vegna þessara þátta um 154.000 krónum. Í september það ár er veikindaréttur hjá atvinnurekanda, réttindi úr sjúkrasjóði og réttur til sjúkradagpeninga hjá Sjúkratryggingum var fullnýttur fékk konan úrskurðaðan endurhæfingarlífeyri og fór þá að greiða samkvæmt gjaldskrá örorkulífeyrisþega. Á seinasta ári greiddi konan um 61.000 krónur vegna komugjalda og rannsókna en að auki hefur hún greitt um 50.000 krónur á ári í lyfjakostnað.3 prósent Íslendinga segjast ekki hafa sótt sér nauðsynlega læknisþjónustu Eftir því sem bein kostnaðarþátttaka sjúklinga verður meiri „fylgir sú hætta að kostnaðurinn verði hindrun í aðgengi að nauðsynlegri þjónustu fyrir ákveðna hópa sem eykur misskiptingu, bæði fjárhagslega, félagslega og heilsufarslega,“ eins og segir í inngangi skýrslu ASÍ. Vísbendingar um þetta sjáist í tölum um fjölda þeirra sem sækja sér ekki nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar en samkvæmt rannsókn sem Eurostat gerði er mun stærri hluti af fólki hér á landi sem sækir sér ekki heilbrigðisþjónustu vegna þess hvað það kostar sé það borið saman við nágrannalönd okkar. „Samkvæmt nýjustu tölum eru um 3% Íslendinga sem segjast ekki hafa sótt sér nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar en innan við 0,5% á hinum Norðurlöndunum. Það vekur líka athygli að mikill munur er á svörum eftir tekjum en meðal tekjulægsta hópsins hér á landi eru um 6% sem hafa ekki sótt sér læknisþjónustu vegna kostnaðar en 0,6% meðal þeirra tekjuhæstu. Þegar skoðaðar eru tölur um tannlæknaþjónustu er myndin enn verri en nærri fimmtungur tekjulægsta hópsins hér á landi segist ekki hafa sótt sér tannlæknaþjónustu vegna kostnaðar,“ segir í skýrslu ASÍ en hana má nálgast í heild sinni hér. Tengdar fréttir Kristján Þór segir útgjöld til heilbrigðismála aukast um tæpa nítján milljarða á árinu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að útgjöld til heilbrigðismála aukist um tæpa nítján milljarða á milli áranna 2015 til 2016, það er að segja að meðtöldum launa- og verðlagsuppbótum. 28. janúar 2016 08:01 Landspítalinn fær 1.250 milljónir til viðbótar Milljarður fer í að bæta fráflæðivanda spítalans og 250 milljónir fara í viðhald. 18. desember 2015 20:47 Enn mikið álag á öllum deildum Landspítalans Einkum á þetta við um þá sjúklinga sem hafa fengið færni-og heilsumat og svo þá sem bíða endurhæfingar en Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, fer yfir þessa stöðu í pistli sem hann birti á vef spítalans í gær. 16. janúar 2016 10:41 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Heimilin í landinu standa í dag undir um 20 prósentum af öllum heilbrigðisútgjöldum með beinni greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu og hefur kostnaðarþátttaka sjúklinga nær tvöfaldast á síðustu 30 árum. Heilbrigðisútgjöld heimilanna hafa þannig vaxið mun hraðar en útgjöld hins opnbera en um kostnaðarþátttökuna er fjallað í nýrri skýrslu ASÍ. Í skýrslunni eru tekin raunveruleg dæmi um kostnaðarþátttöku sjúklinga á síðustu árum. Þannig er sagt frá 35 ára konu sem fór í aðgerð vegna vandamála í öxl í upphafi seinasta árs. Aðgerðin var framkvæmd af bæklunarskurðlækni ásamt svæfingarlækni á einkastofu og var myndgreining gerði bæði fyrir og eftir aðgerð. Í kjölfar aðgerðarinnar var konunni síðan vísað í sjúkraþjálfun en bein útgjöld konunnar vegna aðgerðarinnar námu samtals 156.700 krónum. Lækniskostnaður var 57.000 krónur, myndgreiningin kostaði 267.00 krónur, 13 skipti í sjúkraþjálfun kostuðu 66.000 krónur og lyf 7000 krónur.142.000 krónur í komugjöld og rannsóknir á einu ári Þá er tekið annað dæmi af konu sem greindist með illvígt krabbamein árið 2013 en langri meðferð hennar við meininu er ekki lokið. Á seinustu þremur árum hefur hún greitt um hálfa milljón vegna krabbameinsmeðferðarinnar en hún hefur að jafnaði þurft lyfjagjafir og rannsóknir 3-4 sinnum í mánuði síðan hún greindist. Á árinu 2013 greiddi konan ríflega 142.000 krónur í komugjöld og rannsóknir. Á árinu 2014 námu bein útgjöld hennar vegna þessara þátta um 154.000 krónum. Í september það ár er veikindaréttur hjá atvinnurekanda, réttindi úr sjúkrasjóði og réttur til sjúkradagpeninga hjá Sjúkratryggingum var fullnýttur fékk konan úrskurðaðan endurhæfingarlífeyri og fór þá að greiða samkvæmt gjaldskrá örorkulífeyrisþega. Á seinasta ári greiddi konan um 61.000 krónur vegna komugjalda og rannsókna en að auki hefur hún greitt um 50.000 krónur á ári í lyfjakostnað.3 prósent Íslendinga segjast ekki hafa sótt sér nauðsynlega læknisþjónustu Eftir því sem bein kostnaðarþátttaka sjúklinga verður meiri „fylgir sú hætta að kostnaðurinn verði hindrun í aðgengi að nauðsynlegri þjónustu fyrir ákveðna hópa sem eykur misskiptingu, bæði fjárhagslega, félagslega og heilsufarslega,“ eins og segir í inngangi skýrslu ASÍ. Vísbendingar um þetta sjáist í tölum um fjölda þeirra sem sækja sér ekki nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar en samkvæmt rannsókn sem Eurostat gerði er mun stærri hluti af fólki hér á landi sem sækir sér ekki heilbrigðisþjónustu vegna þess hvað það kostar sé það borið saman við nágrannalönd okkar. „Samkvæmt nýjustu tölum eru um 3% Íslendinga sem segjast ekki hafa sótt sér nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar en innan við 0,5% á hinum Norðurlöndunum. Það vekur líka athygli að mikill munur er á svörum eftir tekjum en meðal tekjulægsta hópsins hér á landi eru um 6% sem hafa ekki sótt sér læknisþjónustu vegna kostnaðar en 0,6% meðal þeirra tekjuhæstu. Þegar skoðaðar eru tölur um tannlæknaþjónustu er myndin enn verri en nærri fimmtungur tekjulægsta hópsins hér á landi segist ekki hafa sótt sér tannlæknaþjónustu vegna kostnaðar,“ segir í skýrslu ASÍ en hana má nálgast í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Kristján Þór segir útgjöld til heilbrigðismála aukast um tæpa nítján milljarða á árinu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að útgjöld til heilbrigðismála aukist um tæpa nítján milljarða á milli áranna 2015 til 2016, það er að segja að meðtöldum launa- og verðlagsuppbótum. 28. janúar 2016 08:01 Landspítalinn fær 1.250 milljónir til viðbótar Milljarður fer í að bæta fráflæðivanda spítalans og 250 milljónir fara í viðhald. 18. desember 2015 20:47 Enn mikið álag á öllum deildum Landspítalans Einkum á þetta við um þá sjúklinga sem hafa fengið færni-og heilsumat og svo þá sem bíða endurhæfingar en Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, fer yfir þessa stöðu í pistli sem hann birti á vef spítalans í gær. 16. janúar 2016 10:41 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Kristján Þór segir útgjöld til heilbrigðismála aukast um tæpa nítján milljarða á árinu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að útgjöld til heilbrigðismála aukist um tæpa nítján milljarða á milli áranna 2015 til 2016, það er að segja að meðtöldum launa- og verðlagsuppbótum. 28. janúar 2016 08:01
Landspítalinn fær 1.250 milljónir til viðbótar Milljarður fer í að bæta fráflæðivanda spítalans og 250 milljónir fara í viðhald. 18. desember 2015 20:47
Enn mikið álag á öllum deildum Landspítalans Einkum á þetta við um þá sjúklinga sem hafa fengið færni-og heilsumat og svo þá sem bíða endurhæfingar en Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, fer yfir þessa stöðu í pistli sem hann birti á vef spítalans í gær. 16. janúar 2016 10:41