Erlent

21 líki skolar á land á vesturströnd Tyrklands

Atli Ísleifsson skrifar
Áætlað er að á fjórða þúsund manns hafi drukknað í Miðjarðarhafi á leið sinni til Evrópu á síðasta ári.
Áætlað er að á fjórða þúsund manns hafi drukknað í Miðjarðarhafi á leið sinni til Evrópu á síðasta ári. Vísir/AFP
21 líki hefur skolað á land á tveimur stöðum á vesturströnd Tyrklands. Reuters greinir frá því að að minnsta þrjú þeirra séu af börnum.

Tyrkneski fjölmiðillinn Dogan greinir frá því að bátur flóttafólksins hafi hvolft á leiðinni til grísku eyjarinnar Lesbos.

Tyrkneska strandgæslan fann ellefu lík á ströndinni í héraðinu Ayvalik snemma í morgun og fundust svo tíu til viðbótar í Dikili skammt frá.

Áætlað er að á fjórða þúsund manns hafi drukknað í Miðjarðarhafi á leið sinni til Evrópu á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×