Erlent

Varoufakis hyggst kynna nýja stjórnmálahreyfingu sína í Berlín

Atli Ísleifsson skrifar
Orðræða Varoufakis og ögrandi stíll hans í samskiptum við erlenda ráðamenn vakti mikla athygli.
Orðræða Varoufakis og ögrandi stíll hans í samskiptum við erlenda ráðamenn vakti mikla athygli. Vísir/AFP
Yanis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, hyggst kynna nýja stjórnmálahreyfingu sína í Berlín í næsta mánuði.

Þýska blaðið Neues Deutschland greinir frá þessu.

Varoufakis segir að um evrópska, vinstrisinnaða stjórnmálahreyfingu sé að ræða, en hún hefur hlotið nafnið Democracy in Europe Movement 2025, eða DiEM 25.

Hagfræðiprófessorinn Varoufakis tók við embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Alexis Tsipras, leiðtoga Syriza-flokksins, í kjölfar grísku þingkosninganna fyrir um ári. Hann sagði af sér embætti í sumar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem grískur almenningur greiddi atkvæði gegn samningi við erlenda lánardrottna.

Orðræða Varoufakis og ögrandi stíll hans í samskiptum við erlenda ráðamenn vakti mikla athygli, þegar verið var að semja um frekari lán til Grikkja í skiptum fyrir strangan niðurskurð og frekari aðhaldsaðgerðir grískra stjórnvalda.

Síðustu mánuði hefur Varoufakis mikið gagnrýnt samning Grikklandsstjórnar og erlendra lánardrottna sem náðist í ágúst síðastliðinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×