Erlent

Bandaríkjamönnum rænt í Bagdad

Talið er líklegt að Isis hreyfingin hafi staðið á bakvið mannránin.
Talið er líklegt að Isis hreyfingin hafi staðið á bakvið mannránin. Vísir/AP
Bandaríska sendirráðið í Bagdad í Írak hefur staðfest að þónokkrum Bandaríkjamönnum hafi verið rænt í borginni á föstudag. Óstaðfestar fregnir herma að þremur mönnum ásamt írökskum túlki hafi verið rænt í suðurhluta borgarinnar en sendiráðið hefur ekki gefið uppi hversu marga er um að ræða eða hvernig þeim var rænt.

Óttast er að ISIS samtökin standi á bakvið mannránin en þeir hafa lýst ábyrgð á sprengjuárás sem gerð var í verslunarmiðstöð í borginni í síðustu viku. Það var fyrsta stóra ofbeldisverkið í borginni í nokkurn tíma sem hafði gefið mönnum von um að friður væri að færast yfir þessa stríðshrjáðu borg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×