Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur gert eina breytingu á liðinu fyrir leikinn á móti Portúgal í Laugardalshöllinni í undankeppni EM í kvöld.
Pálína Gunnlaugsdóttir dettur út vegna meiðsla sem hún varð fyrir í leiknum á móti Slóvakíu á laugardaginn. Pálína er einn reynslumesti leikmaður íslenska liðsins og munar því mikið um hana.
Í stað Pálínu tekur Ívar inn Skallagrímskonuna Ragnheiði Benónýsdóttur sem mun því spila sinn fyrsta A-landsleik í kvöld.
Þær Pálína og Ragnheiður spila þó ekki sömu stöðu. Pálína er skotbakvörður en Ragnheiður spilar undir körfunni.
Ragnheiður Benónýsdóttir er uppalin Valskona en hún er á sínu fyrsta tímabili með Skallagrími og er með 9,0 stig og 8,7 fráköst að meðaltali í leik í Domino´s deildinni.
Ragnheiður er þriðji leikmaðurinn sem spilar sinn fyrsta landsleik í þessari landsleikjatörn en Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir spiluðu sinn fyrsta landsleik út í Slóvakíu á laugardaginn.
Portúgal er með einn sigur og fjögur töp eins íslenska liðið en vann tólf stiga sigur í fyrri leik þjóðanna út í Portúgal, 68-56.
Íslenska landsliðið í kvöld:
Nr. 5 Ragnheiður Benónýsdóttir
Nr. 6 Salbjörg Sævarsdóttir
Nr. 7. Emelía Ósk Gunnarsdóttir
Nr. 8. Ingunn Embla Kristínardóttir
Nr. 9. Sigrún Ámundadóttir
Nr. 10. Gunnhildur Gunnarsdóttir
Nr. 12. Sandra Lind Þrastardóttir
Nr. 13. Ingibjörg Jakobsdóttir
Nr. 14. Hallveig Jónsdóttir
Nr. 15. Thelma Dís Ágústsdóttir
Nr. 22. Berglind Gunnarsdóttir
Nr. 25. Ragna Margrét Brynjarsdóttir
Þjálfari: Ívar Ásgrímsson
Aðstoðarþjálfari: Bjarni Magnússon
Ragnheiður spilar sinn fyrsta landsleik í Höllinni í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn

Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn


