Skoðun

Hjálpa nemendum að hjálpast að

Helgi Þorsteinsson skrifar
Nú eru miklar framfarir á flestum sviðum og sprotafyrirtæki spretta upp sem aldrei fyrr. Tækniþróunin er gífurleg en ekki eru allir sem nýta sér nýjustu tækni. Menntun er eitt svið þar sem nýting tækni er æði misjöfn og því mörg tækifæri á því sviði.

Noted er eitt þeirra fyrirtækja sem hyggjast nýta sér þau tækifæri. Markmið Noted er að hjálpa nemendum að hjálpast að við nám. Margir nemendur stunda vinnu samhliða námi og komast því ekki í alla tíma auk þess sem fleiri stunda nám en áður fyrr.

Staðreyndin er sú að það er mun meiri samkeppni í námi en áður var og á flestum sviðum auka tækniframfarir úrval námsefnis. Nú, sem aldrei fyrr, er mikilvægt að draga saman aðalatriðin og nota góðar glósur til að ná betri árangri.

Noted er heimasíða þar sem framúrskarandi nemendur geta sett inn sínar glósur undir nafni og munu aðrir nemendur geta keypt þær þar. Stofnendur Noted eru þeir Erwin Szudrawski, B.S. í vélaverkfræði, Snæbjörn Hersir Snæbjörnsson, B.S. í hugbúnaðarverkfræði og Helgi Þorsteinsson lögfræðingur.

Verkefnið hófst seint á síðasta ári og var hugmyndin ein af þeim 10 sem valdar voru til að taka þátt í úrslitum Gulleggsins. Síðastliðið sumar tók Noted svo þátt í Startup Reykjavík og var þá stofnað fyrirtæki um verkefnið. Sumarið var nýtt til að þróa hugbúnaðinn og fínpússa markaðsáætlun. Heimasíða Noted er nú þegar komin í loftið og eru nemendur byrjaðir að hlaða inn glósum og kaupa hver af öðrum. Noted hefur lagt upp með að hanna heimasíðu sína í samráði við alla hagsmunaaðila, þar á meðal skólayfirvöld og nemendafélög.

Fyrirtækið ætlar að sannreyna vöruna á Íslandsmarkaði áður en það fer í útrás til Skandinavíu þar sem menntakerfið og lagakerfið er mjög sambærilegt.




Skoðun

Skoðun

Yfir­lýsing kennara eftir fund með borgar­stjóra

Andrea Sigurjónsdóttir,Eygló Friðriksdóttir,Guðrún Gunnarsdóttir,Jónína Einarsdóttir,Kristín Björnsdóttir,Lilja Margrét Möller,Linda Ósk Sigurðardóttir,Þóranna Rósa Ólafsdóttir skrifar

Skoðun

Vá!

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar

Sjá meira


×