Erlent

Hættulegir smyglbílar á ferð í Noregi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Volksvagen rúgbrauð mun vera algengt farartæki smyglara í Noregi.
Volksvagen rúgbrauð mun vera algengt farartæki smyglara í Noregi. NORDICPHOTOS/GETTY
Yfir helmingi þeirra 100 bíla sem norskir landamæraverðir hafa stöðvað við Svinesund síðastliðinn mánuð vegna smygls á áfengi hefur verið breytt. Breytingarnar hafa verið gerðar á bílunum til að hægt sé að koma miklu meira af vörum fyrir í þeim en þeir eru gerðir fyrir. Bílarnir voru yfirleitt svokölluð rúgbrauð.

Á vef sænska ríkisútvarpsins er haft eftir yfirmanni landamæravarðanna að bílarnir séu lífshættulegir þegar þeir eru með alltof þungan farm. Mjög erfitt sé að stjórna þeim og bremsa. 

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×