Handbolti

Guðmundur fékk konunglegt faðmlag frá krónprinsinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson, nýkrýndur Ólympíumeistari.
Guðmundur Guðmundsson, nýkrýndur Ólympíumeistari. vísir/getty
Friðrik, krónprins Dana, var í Framtíðarhöllinni þegar danska handboltalandsliðið tryggði sér sitt fyrsta Ólympíugull með 28-26 sigri á Frökkum í dag.

Eftir leikinn gerði krónprinsinn sér ferð í búningsherbergi Dana þar sem hann óskaði nýkrýndum Ólympíumeisturum til hamingju.

Guðmundur okkar Guðmundsson fékk einnig konunglegt faðmlag frá Friðriki sem kann greinilega vel að meta framlag Íslendingsins.

Sjá einnig: Fjármálaráðherra óskar Guðmundi til hamingju | Brot af því besta á Twitter

„Hið ómögulega gerðist. Við sáum lið sem spilaði og barðist á fullu. Hver einn og einasti gaf allt sem hann átti,“ sagði krónsprinsinn í samtali við TV2 eftir úrslitaleikinn í dag.

„Við spiluðum frábæra vörn og skoruðum á réttu augnablikunum. Þetta var svo vel gert hjá liðinu,“ bætti Friðrik við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×