Því hafa tveir Íslendingar unnið til gullverðlauna á mótinu, en Arna Stefanía vann gull í 400 metra grindahlaupi í gær á næstbesta tíma sem Íslendingur hefur hlaupið á í þessari grein.
Guðni kastaði 61,01 metra - en hann átti tvö bestu köstin í allri keppninni. Annað kast hans var 60,15. Morgunblaðið greinir frá.
Eitt kast Guðna var ógilt, en hin köstin hljóðuð upp á: 54,31 – 61,01, 58,66 - x - 59,15 og 60,74.
Kringlukastarinn fór þó ekki á pall, því hann vissi ekki að hann ætti að fara á verðlaunapall á þessum tíma. Hann var að skipta um buxur á sama tíma, en Guðni gantaðist með þetta á Facebook-síðu sinni.