Enski boltinn

Hull í góðum félagsskap | Sjáðu öll mörk gærdagsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Hull unnu góðan útisigur á Hull í gær.
Leikmenn Hull unnu góðan útisigur á Hull í gær. Vísir/Getty
Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær og býður Vísir lesendum sínum á að sjá samantektir úr öllum leikjunum.

Manchester United vann Southampton í gær og er með fullt hús stiga, en Manchester City, Chelsea og nýliðar Hull náðu að fylgja rauðu djöflunum eftir í dag.

City byrjaði daginn á því að skella Stoke, 4-1, og Chelsea vann svo dramatískan 2-1 sigur á Watford þar sem Diego Costa var hetjan á elleftu stundu. Hull hafði betur gegn Swansea á útivelli, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði síðarnefnda liðsins.

Liverpool náði hins vegar ekki að fylgja toppliðunum eftir en liðið vann frábæran 4-3 sigur á Arsenal í fyrstu umferðinni. Lærisveinar Jürgen Klopp töpuðu hins vegar óvænt fyrir nýliðum Burnley, 2-0.

Tottenham og Everton unnu góða sigra í dag en Englandsmeistarar Leicester og Arsenal skildu svo jöfn í markalausum leik síðdegis.

Samantektir úr öllum leikjum laugardags: Einstakir leikir:

Tengdar fréttir

Guardiola byrjar vel á Englandi

Manchester City er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 4-1 sigur á Stoke á Bet365-leikvanginum í dag.

Costa aftur hetja Chelsea

Tottenham, Chelsea og Everton unnu góða sigra í annari umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Markalaust hjá Leicester og Arsenal

Leicester og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í sjöunda og síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Burnley skellti Liverpool

Liverpool var heldur betur skellt á jörðina eftir sigurinn gegn Arsenal því liðið lá gegn nýliðum Burnley á Turf Moor í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×