Innlent

Segir það á ábyrgð flugmanna og flugrekstraraðila að meta aðstæður og þol flugvéla

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Neyðarbrautinni var lokað í sumar.
Neyðarbrautinni var lokað í sumar. mynd/vísir
Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir það á ábyrgð flugmanna og flugrekstraraðila að meta aðstæður og þol þeirra flugvéla sem þeir fljúga. Þetta segir hann í sambandi við frétt Vísis í gær.

Þar sagði Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, að hægt hefði verið að lenda á Reykjavíkurflugvelli í gær á svokallaðri neyðarbraut sem var lokað í sumar. Innanlandsflug lá niðri seinnipartinn í gær vegna veðurs.

Í bréfi borgarstjóra til innanríkisráðherra dagsett þann 7. júlí 2014 kemur fram að innanríkisráðuneytið getur átt samráð við flugrekstraraðila um hvort þeir telji nauðsynlegt að opna neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli, þar sem slík braut er fyrir hendi. 

„Málið er að þetta er svolítið eins og að reka veg. Við sjáum um snjómokstur og viðhald. Svo er það ákvörðun flugstjóra hvort þeir lenda eða ekki, bara eins og við ákveðum hvort við keyrum yfir heiðina eða ekki," segir Guðni í samtali við Vísi. 

„Við lokum ekki flugvellinum út af veðri. Við segjum bara „svona er veðrið“ og svo ákveða flugmenn og flugrekstraraðilar hvernig þeir meta aðstæður og þoli þeirra flugvéla sem þeir eru að fljúga.“ 

Hann segir jafnframt að veðrið hafi verið slæmt yfir landinu öllu í gær.

„Í gær var það þannig að veðrið hefði verið mjög slæmt yfir landinu þannig að það hafi ekki einungis verið vegna vindátt á flugbrautum á Reykjavíkurflugvelli. En það er eitthvað sem flugmenn þurfa að svara fyrir.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×