Innlent

Umferðin gekk hægt vegna ofankomu: Lögreglan varar við töfum næstu daga

Birgir Olgeirsson skrifar
Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að umferðin hafi gengið hægt vegna þess að ökumenn fóru varlega og var lítið um óhöpp.
Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að umferðin hafi gengið hægt vegna þess að ökumenn fóru varlega og var lítið um óhöpp. Vísir/Anton
Umferð gekk hægt á höfuðborgarsvæðinu eftir mikla ofankomu nú síðdegis. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að umferðin hafi gengið hægt vegna þess að ökumenn fóru varlega og var lítið um óhöpp.

„Þetta gerist allataf þegar fyrsti snjórinn kemur. Svo fer fólk að gleyma sér og þá koma óhöppin. Þetta gerist á hverju ári,“ segir Ómar.

Hann minnir á að næstu daga er einnig spáð snjókomu og því ástæða fyrir ökumenn að gera ráð fyrir að það muni taka lengri tíma að komast á milli staða.

„Nú er jólaumferðin í hámarki og það verða miklar tafir og fólk má búast við því að ferðin taki lengri tíma og fara varlega svo það lendi ekki í neinu fyrir jólin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×