Innlent

Ganga í minningu þeirra sem sviptu sig lífi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Pieta Ísland sjálfsvígsfornvarnarsamtök standa fyrir Vetrarsólstöðugöngu á miðnætti í kvöld. Eliza Reid forsetafrú er verndari samtakanna.
Pieta Ísland sjálfsvígsfornvarnarsamtök standa fyrir Vetrarsólstöðugöngu á miðnætti í kvöld. Eliza Reid forsetafrú er verndari samtakanna. Vísir/Stefán/Saga Sig
Pieta Ísland sjálfsvígsfornvarnarsamtök standa fyrir Vetrarsólstöðugöngu á miðnætti í kvöld. Komið verður saman í húsnæði Kynnisferða klukkan 23 þar sem boðið verður upp á veitingar og stutta dagskrá. Frú Eliza Reid, verndari samtakanna, mun flytja ávarp og Högni Egilsson og Ellen Kristjánsdóttir munu flytja ljúfa tóna ásamt dætrum Ellenar.

Á miðnætti verður gengin blysför út að Vitanum við Skarfagarð þar sem aðstandendum gefst tækifæri til að rita nöfn ástvina og kveðjur á vegg Vitans. Nöfnin munu standa á vitanum yfir jól og áramót til minningar og sem tákn um von og samstöðu með þeim sem lifa með þunglyndi.

Sjálfsvíg og sjálfsskaði eru stór vandamál á Íslandi en árlega reyna 5-600 manns að taka eigið líf og 30-50 deyja af völdum sjálfsvíga.

Pieta Ísland voru stofnuð í upphafi ársins og starfa að írskri fyrirmynd, PietaHouse. Í vor stóðu samtökin fyrir fyrstu göngu sinnar tegundar á Íslandi þar sem 300 manns komu saman í Laugardalnum aðfararnótt 7. Maí og gengu saman fimm kílómetra til móts við sólarupprásina. Á sama tíma gengur 120 þúsund manns í fjórum heimsálfum á vegum PietaHouse, til minningar um þá sem hafa tekið eigið líf.

Samtökin munu á næsta ári opna nýtt úrræði í sjálfsskaða- og sjálfsvígsforvörnum, fyrir einstaklinga í vanda og aðstandendur þeirra. Hafin er formleg söfnun á meðal almennings fyrir Pietahúsi sem mun hýsa starfsemina og bjóða ókeypis þjónustu og eftirfylgd í samstarfi við þá þjónustu sem er fyrir hérlendis. Jafnframt verður staðið að forvarnarfræðslu og eftirfylgd í kjölfar áfalla.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×