Erlent

Fjórar konur og barn drukknuðu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. vísir/epa
Fjórar konur og barn drukknuðu í morgun þegar báti þeirra hvolfdi undan strönd grísku eyjunnar Samos á Eyjahafi. Fimm hafa fundist á lífi og leitað er að fjórum til viðbótar.

Þetta eru fyrstu dauðsföllin frá því að nýr samningur Tyrklands og Evrópusambandsins tók gildi fyrir um þremur vikum síðar. Samningurinn kveður á flóttamönnum sem koma ólöglega til Grikklands frá Tyrklandi verði snúið umsvifalaust til baka. Markmið samningsins var meðal annars að reyna að koma í veg fyrir að flóttafólk reyni að komast sjóleiðina á litlum bátum.

Samkomulagið gerir Grikkjum jafnframt kleift að senda til Tyrklands flótta- og förufólk sem er án skilríkja. Stórir hópar flóttafólks hafa safnast upp þar sem för þeirra hefur verið stöðvuð á landamærum Grikklands og Makedóníu og hírist þar við rýran kost. Samkomulaginu er einnig ætlað að taka á þessum vanda að hluta. Þá fylgir samkomulaginu einnig fjárstuðningur ESB til Tyrklands vegna flóttamannamála oag aukinn kraftur verður settur í aðildarviðræður Tyrklands að ESB.

Mörg hundruð flóttamenn hafa verið sendir aftur til Tyrklands eftir að samkomulagið tók gildi, en það sem af er þessu ári hafa 152 þúsund flóttamenn komið til Grikklands. Alls hafa 366 drukknað á leiðinni yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands.




Tengdar fréttir

Samningurinn gæti sprungið í loft upp

Samkvæmt samningi við Tyrki frá 20. mars mega ríki ESB senda flóttamenn aftur til Tyrklands frá og með deginum í dag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir samninginn geta sprungið af mörgum ástæðum.

Hundruð sendir aftur til Tyrklands

Allt að fimm hundruð flóttamönnum verður snúið aftur til Tyrklands í dag eftir að hafa komið ólöglega til Grikklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×